Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 60
Fita - magn eða gæði?
Það voru ekki allar rannsóknir eftirstríðsáranna sem sýndu sömu niðurstöður og
Sjölandastúdían. Margar þeirra faraldsfræðilegu rannsókna sem fylgdu í kjölfarið sýndu
ekkert samband milli heildarfitu og mettaðrar fitu í mataræði annars vegar og hjartasjúkdóma
eða krabbameins hins vegar (6,15-19). Á síðustu áratugum hafa niðurstöður allt fleiri stórra
faraldsfræðilegra rannsókna sýnt að sambandið milli heildarfitu og mettaðrar fítu í mataræði
og hjartasjúkdóma var sennilega ofmetið (mynd 1) (20,21).
Mynd 1. Hlutfallsleg áhætta á að fá kransæðasjúkdóm miðað við magn fítu í fæðu, samkvæmt
niðurstöðum bandarískrar rannsóknar á ríflega 80.000 konum (20). Konur í fýrstu hópunum
(1) borðuðu hlutfallslega minnst af viðkomandi fitu og konur í fímmtu hópunum (5)
hlutfallslega mest. Þær sem borðuðu mest af trans-fitusýrum (5) höfðu marktækt aukna
áhættu. Þær sem borðuðu mest af fjölómettuðum fítusýrum (5) höfðu marktækt lægri áhættu.
Hafa verður í huga að mataræði er hluti af lífstíl fólks, og því margt fleira sem greinir þá að
sem borða mikla og litla fitu en bara sá eini þáttur. Ef frá eru taldir íbúar Suður-Evrópu,
innbyrða þeir Vesturlandabúar sem borða fituríkan mat yfirleitt meira, þeir borða hlutfallslega
minna af grænmeti, ávöxtum og trefjum og meira af mettaðri fitu og dýraafurðum (9,21-24).
Einnig borðar fólk af lægri þjóðfélagsstigum yfirleitt feitari og næringarsnauðari mat, en allt
eru þetta þættir sem geta haft áhrif á sjúkdómsáhættu (25,26). Erfitt getur verið að leiðrétta
fyrir öllum þessum þáttum í faraldsfræðilegum rannsóknum og geta þeir því valdið skekkju í
niðurstöðum. í fæstum þeim rannsóknum sem að ofan hefur verið vitnað í var leiðrétt fýrir
trefjaneyslu, en trefjar hafa vemdandi áhrif gegn hjartasjúkdómum og vissum tegundum
krabbameins (27,28). I nýlegri rannsókn þar sem leiðrétt var fyrir trefjaneyslu féll hlutfallsleg
áhætta á uppkomu hjartasjúkdóma um 20% hjá þeim hópi sem borðaði mesta fitu eftir að
leiðrétt var fyrir trefjainntöku (21). Undirstrikar þetta hversu erfitt það er að draga ályktanir
um áhrif einstakra þátta í flóknu lífstílsmynstri á uppkomu sjúkdóma. Flestir vísindamenn em
þó í dag sammála um að heildarfita í fæði hefur engin áhrif á áhættuna á hjartasjúkdómum og
vissum tegundum af krabbameini (6,10,29-32). Áhrif mettaðrar fitu á þessa áhættu hafa einnig
af mörgum verið dregin í efa (6,29-32).
Sú fitutegund sem flestum ber saman um að sé skaðleg fyrir hjartað eru trans-ómettaðar
fitusýrur (10,11,20,21,33,34). Stærstan hluta trans-ómettaðra fitusýra í mataræði
58
J