Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Qupperneq 61
Vesturlandabúa er að finna í hertri fitu. Þrátt fyrir að matvælaframleiðendur á Vesturlöndum
hafi á síðustu áratugum að einhveiju leyti reynt að draga úr notkun hertrar fitu, em trans-
fitusýmr enn víða að finna í unnum matvælum, t.d. í smjörlíki, súputeningum, ýmsu saltkexi
og kartöfluflögum svo eitthvað sé nefnt.
A sama hátt og flestum ber saman um skaðsemi trans-fitusýranna, ber flestum saman um
nytsemi fjölómettaðra fitusýra (6,9-11,20,21,33). Á þetta jafnt við um hjartasjúkdóma sem og
ýmis krabbamein. Það er þó langt frá því að niðurstöður séu samhljóma og hafa íjölómettaðar
fitusýmr ekki sýnt neina gagnsemi í mörgum faraldsfræðilegum rannsóknum (16,19,32). Hér
er þó mikilvægt að benda á að hinar mörgu mismunandi tegundir fjölómettaðra fitusýra og
þær fæðuuppsprettur sem þær koma úr geta haft ólík áhrif á sjúkdómsmyndun og -ffamgang,
og því erfitt að draga ályktanir um fituflokkinn í heild sinni.
Gagnsemi Miðjarðarhafsfæðisins
Eitt af því sem Keys lýsti í Sjölandastúdíunni var að dánartíðni vegna hjartasjúkdóma og
krabbameins á grísku eyjunni Krít var sú allra lægsta af þeim svæðum sem vom með í
rannsókninni, en fæði eyjabúanna innihélt tiltölulega mikla heildarfitu, eða að meðaltali 36 %
(9). Aðal fituuppsprettan í hinu svokallaða Miðjarðarhafsfæði er ólífuolía, en hlutfall
mettaðrar fitu er lágt (7-8%). Miðjarðarhafsfæðið inniheldur að auki mikið af grænmeti,
ávöxtum, kommeti, baunum, hnetum og fræjum - mikilvægum uppsprettum trefja,
fjölómcttaðra fitusýra og andoxunarefna (35). Fiskur og ljóst kjöt em reglulega á matseðlinum
en rautt kjöt sjaldnar. Áfengi, og þá fyrst og ffemst léttvín, er dmkkið í hóflegu magni.
í Lyon rannsókninni svokölluðu var Miðjarðarhafsfæði borið saman við hið hefðbundna
“hjartaholla” fæði sem Bandarísku Hjartasamtökin ráðleggja (fíta <30%), hjá u.þ.b. 600
karlmönnum sem höfðu fengið hjartaáfall (12,35). Rannsóknin var stöðvuð á undan áætlun
vegna afgerandi niðurstaðna, en þeir sem borðuðu Miðjarðarhafsfæðið höfðu 50-70% minni
líkur á því að fá nýtt hjartaáfall en þeir sem borðuðu hið hefðbundna “hjartaholla” fæði (35).
Fleiri rannsóknir á nytsemi Miðjarðarhafsfæðisins hafa fylgt í kjölfar Lyon rannsóknarinnar,
einnig á ffískum einstaklingum, og hafa þær staðfest hin jákvæðu áhrif fæðisins á hjartaheilsu
(36,37). Miðjarðarhafsfæðið er einnig talið vemda gegn mörgum tegundum krabbameins,
m.a. þar sem fæðið er ríkt af andoxunarefnum (38).
Margar kenningar hafa verið á lofti um nákvæmlega hvað það er í Miðjarðarhafsfæðinu sem
hefur þessi jákvæðu áhrif á heilsu. Hvort það em trefjamar, olíumar, áfengið eða
andoxunarefnin, eða jafnvel þær matarvenjur og -menning sem oft einkenna
Miðjarðarhafslöndin, er erfítt að segja. Staðreyndin sem stendur er þó sú að mataræðið í heild
sinni virðist vemda gegn uppkomu hjartasjúkdóma og krabbameins.
Offíta og sykursýki - vágestir 21. aldarinnar
Með breyttum lifnaðarháttum á Vesturlöndum síðustu 50 árin hefur kyrrseta og orkuinntaka
aukist en hreyfíng og líkamsþjálfun minnkað (mynd 2) (1,2,39,40). Á meðan hlutfall
heildarfítu og mettaðrar fítu hefúr minnkað, hefúr hlutfall kolvetna, og þá sérstaklega unninna
kolvetna aukist (39,40). Ójafnvægið í orkuinntöku annars vegur og orkueyðslu hins vegar
hefúr leitt til skuggalegrar aukningar á offitu í hinum vestræna heimi (41). Samkvæmt
Landskönnun Manneldisráðs vom 39% kvenna og 57% karla á Islandi yfir kjörþyngd
(líkamsþyngdarstuðull >25) árið 2002 (40). Að sama skapi vom 65% Bandaríkjamanna yfír
kjörþyngd 1999-2002, þar af 31% yfir offitumörkum (líkamsþyngdarstuðull >30) (42). Árið
1890 vom hins vegar einungis 3,4% hvitra bandarískra karlmanna of feitir (42). Af
59