Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 74
Notkun ráðlegginga um næringarefni og mataræði
Ráðleggingamar em ætlaðar fynr skipulag matseðla fyrir hópa, einnig nýtast
ráðleggingamar sem mikilvæg viðmið þegar niðurstöður rannsókna á mataræði em
metnar, og ekki síst sem grundvöllur manneldis- og neyslustefnu.
Þegar framleiðandi hefur til dæmis áhuga á að bæta næringarefni í vöm sína, til að
auka sölu eða jafnvel bæta heilsu, þarf að meta hugsanlega áhættu þessa. Hversu
mikið almenningur fær af viðkomandi efni samkvæmt neyslukönnunum og hversu
mikla viðbót hann fær með vömnni. Hámarksinntaka, lágmark og ráðlagður
dagskammtur er svo notað til að meta hugsanlega hættu eða fysileika þess að bæta
næringarefninu í vömna.
Ráðleggingum um mataræði er einnig ætlað að hafa áhrif sem auðvelda fólki að neyta
holls matar og geta þær þannig haft áhrif á ffamleiðslu og innflutning, svo dæmi sé
tekið. Að auki era ráðleggingamar notaðar upp að vissu marki í næringarráðgjöf
einstaklinga, bæði sem viðmið við mat á mataræði eða við skipulag matseðils, en þetta
getur þó verið vandmeðfarið. Að lokum þarf að nefna að ráðleggingamar era notaðar
við kennslu og fræðslu.
Nýjar ráðleggingar
A árinu 2005 munu koma út nýjar samnorrænar ráðleggingar um mataræði.
Manneldisráð tekur mið af þessum ráðleggingum en metur einnig séríslenskar
aðstæður. í nýju ráðleggingunum er meiri áhersla á daglega hreyfingu fólks ffá
bamsaldri og til elliára en áður. Meiri áhersla en áður er á næringu bama og ekki síst
ungra bama og á bijóstagjöf. Ráðlagðir dagskammtar ákveðinna næringarefna hafa
hækkað, eins og C-vítamíns og D-vítamíns, og annarra lækkað. Ráðleggingar um
þyngdaraukningu á meðgöngu hafa verið endurskoðaðar. Mikið er einnig fjallað um
orkuþörf og skiptingu orkuefnanna í nýju Norrænu ráðleggingunum.
Kröfur og þekking
Aukinn áhugi almennings á hollustu og gæðum matvæla setur kröfur á
matvælaframleiðendur, hráefnisffamleiðendur og matvælaiðnað. Þessi áhugi skilar sér
annars vegar í einnig í því að fólk skoðar og metur hvers kyns ráðleggingar um
mataræði og hreyfingu. Lítil þekking almennings á samspili mataræðis, næringarefna
og heilsu veldur því að margir hafa litlar forsendur til þess að meta þessar
ráðleggingar, og verða viðkvæmari en ella til dæmis fýrir illa granduðum sölubrellum
og auglýsingum. Auka þarf veralega kennslu í næringarfræði á öllum skólastigum.
72
J