Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 77
voru hærri fyrir innflutta grænmetið en það íslenska. Nítrat í innfluttu grænmeti gat
verið meðal hæstu gilda fyrir sumar grænmetistegundir. í öðmm tilfellum vom
meðaltölin fyrir íslenska grænmetið vemlega hærri en fyrir innflutta grænmetið.
Ákveðnir myglusveppir geta myndað sveppaeitur (myglueitur, mycotoxin) en það
myndast frekar í komi en grænmeti. Meðal þessara efna em aflatoxín og okratoxín en
hámarksgildi fyrir þessi efni er að fínna í reglugerðum nr. 502/2003 og 662/2003.
Aðskotaefni. Við ræktun grænmetis á íslandi þarf lítið á vamarefnum að halda þar sem
lítið er um skordýr og aðra skaðvalda. Þó er óhjákvæmilegt að nota illgresiseyða,
sveppaeyða og efhi til að veijast spímn í nokkmm mæli. I kartöfluræktinni er þetta
eina virka leiðin til að veijast illgresi og kartöflumyglu. Umhverfísstofnun hefur með
höndum eftirlit með vamarefnum í grænmeti og ávöxtum en í reglugerð nr. 121/2004
em tilgreind leyfíleg hámarksgildi. Á árinu 2003 vom tekin 72 sýni af íslensku
grænmeti og greindust engin vamarefni í 86% þeirra en eitt sýni var yfír
hámarksgildum. Á ámnum 1998-2000 vom 2% íslenskra grænmetissýna yfír
hámarksgildum en árin 2001 og 2002 vom engin íslensk sýni yfír hámarksgildum.
Vamareftii greindust í hlutfallslega fleiri erlendum en íslenskum sýnum
(Umhverfisstofnun 2004). Fyrir íslenska grænmetisffamleiðendur er mikilvægt að
sofna ekki á verðinum og halda í forskot sitt varðandi vamarefnin. Niðurstöður
mælinga á vamarefnum gefa ekkert tilefni til að draga úr ráðleggingum um aukna
neyslu grænmetis og ávaxta.
Faraldsffæðilegar rannsóknir benda ekki til að óæskileg efni í grænmeti, sem hluti af
fjölbreyttu fæði, hafí skaðleg áhrif á heilsufar (D’Mello 1997). Hafa þarf þó í huga að
grænmetisætur gætu fengið meira nítrat úr fæðunni en almennt gerist og einnig gæti
mikið af oxalati komið niður á kalkbúskap. Kostir jurtaafurða gera miklu meira en að
vega upp á móti óæskilegu efnunum í þessum afurðum. Einstök tilfelli þarf þó að hafa
í huga. í ffamtíðinni geta kynbætur og líftækni stuðlað að minna magni óæskilegra
efha og auknu næringargildi grænmetis.
Plöntuefni
Athyglin beindist lengi vel mest að þeim efhum í jurtum sem voru næringarefni fyrir
manninn. í plöntum er mikill fjöldi efna sem verður til við efhaskipti. Plöntur
ffamleiða einnig efni til að veijast utanaðkomandi áreiti eins og sjúkdómum og
skaðvöldum. Á seinni árum hefur svo komið í ljós að önnur efhi en næringarefni geta
verið virk í mannslíkamanum (lífvirk efni). Hér verða þessi efni nefnd plöntuefni (e.
phytochemicals). Plöntuefni geta haft jákvæð áhrif á heilsu fólks og er þá talað um
plöntuhollefhi en þessi efni eru ekki næringarefni í hefðbundnum skilningi þess orðs.
Plöntuefhi skipta þúsundum og aðeins nokkur hundruð þeirra hafa verið eitthvað
rannsökuð. Plöntuhollefni geta verið andoxunarefni, virkað á ónæmiskerfið, haft
frumudrepandi áhrif, haft áhrif á veirur og unnið gegn stökkbreytingum (Swanson
1998, Bidlack & Wang 2000). Þessi efni em í grænmeti, ávöxtum, komi, baunum,
hnetum, kryddjurtum og tei. Nokkrir flokkar plöntuhollefna em sýndir í 2. töflu.
Flestar rannsóknir hafa verið gerðar á karótiníðum, fenolsamböndum og jurtasterólum
og því verður einkum fjallað um þessa efhaflokka.
Fenolsambönd em meðal fjölskrúðugustu og algengustu efha í plöntum og em nú
þekkt í þessum flokki meira en 8.000 sambönd (Bravo 1998). Fenolsamböndin
myndast við efnaskipti í plöntum. Þau era nauðsynleg fyrir plöntumar, m.a. fyrir
byggingu þeirra, vöxt og vamir gegn skordýmm og öðm áreiti. Sum litarefhi í
plöntum em fenolsambönd. Fenolsambönd má skilgreina þannig að þau hafi
75