Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 80
þannig að keðja efnabreytinga fer ekki auðveldlega af stað. Af fenolsamböndum em
flavanóíð öflugustu andoxunarefnin.
Mælingar á andoxunarefnum
í grænmeti og ávöxtum em fjölmörg efni sem hafa andoxunarvirkni en aðeins lítill
hluti þeirra hefur verið rannsakaður ffam til þessa. Það hafa því verið þróaðar ýmsar
aðferðir til að meta andoxunarvirknina í heild. Ein þessara aðferða byggir á
módelkerfi af línolsým og beta-karótíni. Eyðing beta-karótíns er mæld með
ljósmælingu og fylgst er með þeim áhrifum sem upplausnir af sýnum hafa á ferlið.
Mælingar á einstökum andoxunarefhum em gerðar með vökvagreiningu (e. HPLC,
high pressure liquid chromatography). Mælingar á fenolsamböndum em erfíðar vegna
þess hve um mörg efni getur verið að ræða. Þegar leita þarf að lífvirkum efnum í
plöntum þarf að bæta massagreini við vökvagreininn en þá er hægt að greina
byggingu efhanna. Til að auðvelda leitina er hægt að styðjast við reynslu þjóða af
lækningamætti plantna og einnig hefur verið hægt að styðjast við vísbendingar úr
náttúmnni.
Umhverflsþættir
Aðstæður til ræktunar á Islandi em að mörgu leyti sérstakar, nefna má erfið
birtuskilyrði, lágan umhverfishita og ræktun í gróðurhúsum. Hugsanlegt er að íslensk
náttúra og ffamleiðsla skili afurðum með samsetningu sem er sérstök, t.d. varðandi
plöntuhollefni. Ymsir þættir svo sem sólarljós, þroski, geymsluskilyrði, árstími,
landssvæði og vinnsla hafa mikil áhrif á myndun þessara efha (Duthie o.fl. 2000). Wu
o.fl. (2004) mældu mismunandi andoxunarvirkni eftir uppskemtíma. Magn
fenolsambanda í jurtum er erfðaffæðilega ákvarðað en er einnig háð umhverfisþáttum.
Myndun flavon og flavonol er mjög háð sólarljósi og því er styrkur þessara efna
hæstur í blöðum og öðm yfirborði jurta (Bravo 1998). Sum hollefni veija plöntur gegn
ytra áreiti og notkun vamarefna gæti því dregið úr myndun þeirra. Þetta kann að hafa
þýðingu þar sem notkun vamarefna er lítil eins og á Islandi.
Grænmeti ræktað á norðlægum slóðum getur haft aðra samsetningu en það sem
ræktað er í suðlægari löndum. Hægur vöxtur í langan tíma gæti aukið styrk efna. Hins
vegar getur skortur á sólarljósi dregið úr nýmyndun efna. Nýmyndun efna eins og
karótína er háð hitastigi og er vel þekkt að gulrætur sem ræktaðar em á norðlægum
slóðum innihalda almennt minna beta-karótín en þær gulrætur sem ræktaðar em á
suðlægum slóðum (Rosenfeld o.fl. 1998). Aðstæður við ræktunina geta þó breytt
miklu, nefna má gróðurhús og upphitaðan jarðveg.
Engar mælingar hafa verið gerðar á fenolsamböndum í íslensku grænmeti en aftur á
móti em til niðurstöður fyrir vítamín og karótíníð (Valur Gunnlaugsson og Ólafur
Reykdal 2000). Beta-karótín reyndist ekki umtalsvert lægra í íslenskum gulrótum en
þeim sem vom innfluttar. Lýkópen í íslenskum tómötum var sambærilegt eða hærra
en í innfluttum tómötum. Greinilegt var að lýkópen myndaðist með eðlilegum hætti í
þeim tómötum sem ffamleiddir vom við raflýsingu. Ekki er nægilega mikið vitað um
myndun fenolsambanda og karótíníða í íslensku grænmeti svo hægt sé að meta hvar
íslenskar afurðir standa gagnvart innfluttu grænmeti. Það er enn sem komið er aðeins
tilgáta að vegna hægari vaxtar grænmetis á norðurslóðum myndist meira af mörgum
lífvirkum efnum.
78
J