Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 86
varðandi sumarexem og á öllum búgörðunum voru einhver hross með sumarexem.
Hærri tíðni kom fram í Norður-Þýskalandi (7,6 %) en í Suður-Þýskalandi (1,8 %) og
má skýra muninn, a.m.k. að hluta til, með því að hrossin hafi búið við misjafnlega
mikið áreiti flugunnar. Tíðni sjúkdómsins var marktækt hærri hjá hrossum sem áttu
foreldra með sumarexem (Tafla 1) (Bjömsdóttir et al. 2004). Vísbendingar komu fram
um að stóðhestar, fæddir á íslandi, sem fengið hafa sumarexem eftir útflutning séu
ekki eins líklegir til að erfa ffá sér veikleika fýrir sjúkdómnum og stóðhestar með
sumarexem sem fæddir em erlendis (töflur 2 - 3). Nauðsynlegt er að afla frekari
gagna á þessu sviði þar sem of fáir hestar vom í síðast nefnda hópnum fýrir
tölfræðilega úrvinnslu. Að meðaltali vom hross sem fengu sumarexem 2,4 vetra
gömul þegar fýrstu einkenni sjúkdómsins komu ffam. Yngsti hesturinn var
veturgamall og sá elsti 6 vetra gamall.
Sumarexem er greinilega mun minna vandamál í íslenskum hrossum sem fædd em
erlendis en þeim sem em fædd hér á landi og flutt úr landi. Vandinn virðist því fýrst
og ffemst fólginn í því að hross sem fædd em hér á landi venjast ekki biti flugunnar í
ffumbemsku, þegar ónæmiskerfíð hefur enn tækifæri til að skilgreina hvað sé eðlilegt
í umhverfínu og byggja upp þol. Ennffemur getur verið að hið mikla álag sem
ónæmiskerfí hrossanna verður fýrir við útflutning eigi hlut að máli. Ekkert bendir hins
vegar til að islenski hesturinn sé næmari gagnvart sjúkdómnum en mörg önnur
hrossakyn ef hann fæðist í umhverfi þar sem ofnæmisvaldinn er að fínna.
Þó ekki hafi verið sýnt ffam á arfgengi sjúkdómsins hjá útfluttum íslenskum hestum,
hafa þau áhrif ekki verið útilokuð. Til þess var efniviðurinn of lítill og
umhverfisáhrifín of sterk. Sterkar vísbendingar komu hins vegar ffam um áhrif erfða á
tíðni sjúkdómsins meðal þýskæddra íslenskra hrossa og er það í samræmi við þá
þekkingu sem liggur fýrir um aðra ofnæmissjúkdóma hjá hinum ýmsu dýrategundum.
I erlendum rannsóknum hafa komið fram vísbendingar um að arfgengir þættir hafi
áhrif á næmi hrossa fýrir sjúkdómnum og að tíðni hans tengist ákveðnum
vefjaflokkum (Lazary et al. 1994). Einnig hefur verið sýnt ffam á fýlgni tiltekins
antigens á hvítffumum “equine leucocyt antigen” (ELA) við tíðni sjúkdómsins
(Halldórsdóttir et al. 1991).
Kortlagning erfðamarka sem tengjast sumarexemi í hrossum
Nú er lokið fýrsta áfanga rannsóknarverkefnis sem miðar að því að fínna erfðamörk
eða litningasvæði sem líklegt er að beri gen sem hafa áhrif á veikleikann fýrir
sumarexemi. Þó svo gert sé ráð fýrir að veikleikinn fýrir sumarexemi sé háður
áhrifum margra gena er reiknað með að einhver þeirra, tiltölulega fá, gegni
lykilhlutverki við þróun sjúkdómsins og þau sé mögulegt að einangra í rannsókn sem
þessari.
Blóðsýni voru tekin úr hrossum sem flutt höfðu verið til Skandinavíu og Þýskalands
a.m.k. tveimur árum fýrir rannsóknina. Erfðaefnið var einangrað og leitað að
breytileika í dreifingu erfðamarka (Whole Genome Scanning) milli hrossa sem voru
með sumarexem og þeirra sem ekki höfðu fengið sjúkdóminn.
Til viðbótar var skoðað hvort 10 tiltekin gen sem þekkt er að tengist
ofnæmissjúkdómum í mönnum og öðrum dýrategundum hafí áhrif á veikleikann fýrir
sumarexemi.
84
J