Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 89
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Félagsatferli hrossa
Hrefna Siguijónsdóttir og Anna G. Þórhallsdóttir
Kennaraháskóli Islands, hrefnas(a),khi. is.
Landbúnaðarháskólinn, Hvanneyri, annaizudrun(a)hvannevri. is
Inngangur
Þó þekking á hegðun íslenska hestsins sé mikil hér á landi og hluti af menningararfleifð
þjóðarinnar (Gísli B. Bjömsson og Hjalti Jón Sveinsson,2004) þá má segja að skipulegar
rannsóknir á hegðun hans hafi ekki hafist fyrr en fyrir rúmum 10 ámm. Rannsóknir hafa
verið unnar af nemendum Önnu G. Þórhallsdóttur, á beitaratferli (sjá Anna
Thorhallsdottir et al. 2002, Jóhann B Magnússon, 1993; 1996, Guðni Ágústsson 1995) og
og á æxlunarhegðun stóðhesta í stóði (Hallgrímur Sveinsson, 1997). Bjöm Steinbjömsson
rannsakaði stóðhesta 1996-1998 með áherslu á að kanna hvaða þættir gætu haft áhrif á
fijósemi. (Bjöm Steinbjömsson o.fí. 2001). Árið 1996 hófú höfúndar þessarar greinar
ásamt Ingimar Sveinssyni rannsókn á félagshegðun og tímanotkun í blönduðu stóði án
stóðhests í Skorradal (Hrefna Sigurjónsdóttir o.fl. 1999) og héldu því áfram 1997 og 1999
ásamt Machteld van Dierendonck á Skáney í Reykholtsdal, (van Dierendonck o.fl. 2004).
Á síðustu áram hefúr Hrefha Siguijónsdóttir, leiðbeint fjóram nemendum (sjá Hrefha
Berglind Ingólfsdóttir 2004, Kate Sawford 2003, Harold Vandemoortele (sjá Vervaecke
et al. 2005 )og Sandra Grönquist 2005), sem hafa allir rannsakað samskipti hrossa i stóði.
Áhersla hefúr verið lögð á að greina virðingarraðir og vinatengsl og þá þætti sem hafa
áhrif á félagsgerðina. Einnig hefúr tímanotkun verið metin í sumum rannsóknunum. Alls
er um 13 hópa að ræða þar sem upplýsingar um tíðni og eðli samskipta era handbærar.
Auk þessara rannsókna hafa áhrif ákveðinnar meðhöndlunar á ung folöld verið könnuð.
Yfirlit yfir þessar rannsóknir er gefið í töflu 1.
I þessari grein er leitast við að gefa yfirlit yfir helstu niðurstöður þeirra rannsókna þar
sem áberandi jákvæð og neikvæð samskipti á milli allra hrossanna vora mæld (allt nema
það skáletraða i töflu 1). Um er að ræða hópa án stóðhests í öllum tilvikum nema einu þar
sem stóðhestur var með hryssum í girðingu (Grönquist 2005). Fyrst verður gerð stutt
grein fyrir hver náttúraleg skipan félagskerfis hestsins er og því hvemig félagsgerðin er
mæld og metin.
Félagsuppbygging hestastóða
Náttúraleg stóð ræktaða hestsins (Equus callabus) hafa verið rannsökuð víða um heim
(Waring 2002) en þetta era hross sem hafa uppranalega sloppið frá manninum en orðið
villt (oft kölluð Equus ferus). Przewlaski hesturinn, sem er af flestum talin sér tegund (E.
przewalski), var nær útdauður en markviss ræktun og vemdaraðgerðir hafa bjargað
tegundinni og nú era stofhar hestsins að stækka í náttúralegum heimkynnum
87