Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 90
tegundarinnar í Mongolíu og víðar. Rannsóknir á honum, bæði í friðlöndum og í
Mongolíu, hafa sýnt að félagsskipanin og hegðunin er sú sama og hjá ræktaða hestinum
(King 2002, vefslóð 2)
Villt stóð eru samsett úr fjölskyldum stóðhesta og piparsveinahópum sem í eru ungir
graðhestar og eldri stóðhestar sem hafa misst völdin og veija ekki lengur sína hryssuhópa.
Þetta mökunarkerfi kallast fjölkvæni: Oftast er einn stóðhestur í hverri fjölskyldu en
stundum eru þeir tveir og örsjaldan fleiri. Misjafht er hversu hryssumar em margar
(gjaman á bilinu 1-9, og oftast 2-4) og með þeim em afkvæmi þeirra. Fullorðnu hrossin
innan fjöldskylduhópsins em oftast nær ekki skyld, hvorki hryssumar né hestamir, þar
sem bæði kynin fara ffá hópnum 2-4ra vetra.(Berger 1986, Linklater 2000; Waring 2003).
Félagsgerðin og stöðugleiki hennar innan hvers hóps mótast af samböndum milli
einstakra hrossa og virðingarröð. Aldur, styrkleiki, reynsla, fyrri kynni og skaplyndi
skiptir máli upp á stöðu í virðingarröðinni og líka hveijir em vinir. Hestamir komast að
mestu hjá því að lenda í átökum með því að þekkja sina stöðu innan hópsins. Rannsóknir
á stöðu stóðhestsins i villtum stóðum hefur sýnt að það er misjafnt hvort stóðhesturinn
ráði yfír hryssunum. Það virðist vera háð ýmsum þáttum, svo sem aldri og reynslu bæði
hans og hryssnanna í hjörðinni. Það er mjög misjafht hversu lengi stóðhestamir ríkja yfir
hjörð sinni. (Rutberg and Greenberg 1990; Waring 2003). Vinatengsl byggjast á þvi við
hvem hrossin kljást og leika sér mest við en einnig að halda sér nálægt hvort öðm
(Waring 2003). Virðingaröðin raskast að einhverju leyti þegar fjölgar eða fækkar í
hópnum og ný sambönd myndast. Þess vegna er líklega meira um bæði jákvæð og
neikvæð samskipti í stóði þar sem félagsleg tengsl em í mótun. Stóðhestamir veija
hryssumar og afkvæmi þeirra gegn ágangi annarra stóðhesta og graðhesta og hindra það
að þau blandist öðmm hópum. Viðvera stóðhests hefur því áhrif á hegðun og félagstengsl
annarra í hjörðinni.
Rannsóknir á félagshegðun hrossa víða um heim hafa verið stundaðar ffá því á fyrri hluta
síðustu aldar og náðu hámarki á 7., 8. og 9. áratugnum (Linklater 2000; Waring 2003).
Siðasta áratuginn hafa grannrannsóknir á hálfvilltum- og villtum stofhum verið ffemur
fáár en meira um hagnýtar rannsóknir svo sem aðbúnað og ffjósemi
Flrossahópar (stóð) em misjafhlega samsettir á Islandi en þar sem lausaganga stóðhesta er
bönnuð þá höfum við ekki hina náttúmlegu skipan hér. Viða em geldingar, hryssur, og
trippi höfð saman í stómm hópum (stundum folaldshryssur sér, trippi sér) og á sumrin em
hryssur settar í girðingu með einum stóðhesti (á einstaka stað em nokkrir stóðhestar í
sömu girðingu sem skipta á milli sín hryssunum). Það er því áhugavert að bera
félagsskipan og hegðun íslenskra hrossa sem búa við ólikar aðstæður saman og einnig að
bera þær saman við niðurstöður erlendra rannsókna m.a. út ffá hugmynd Feist and
Mccullough (1976) um að félagsleg samskipti í náttúmlegum stóðum væm minni en ella
vegna yfirgangs stóðhestsins.
Félagsgerð hrossahópa á íslandi
Hópamir 13 sem hafa verið rannsakaðir em breytilegir að samsetningu (sjá 1. töflu) hvað
snertir aldur hrossanna, kyn og hversu kunnug þau vom. Tækifæri gafst því til að sjá
hvaða áhrif það hefði á samskiptin.
88