Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 92
tveimur öðrum trippahópum sem voru aðeins stærri (N = 9) hafði slíkt gerst á
tilraunatímanum sem stóð yfir í 6 vikur (Bessastaðanes 2001- Vervaecke o.fl. handrit).
Marktæk jákvæð tengsl stöðu var við aldur (í 8 hópum af 11 þar sem þetta var athugað)
og þyngd (í 5 af 7) og þar sem unnt var að athuga áhrif kyns og stjóma fyrir áhrifum
aldurs þá réðu geldingar yfir hryssum. I hópum þar sem ókunnug hross voru sett í hóp
kunnugra var það algengara að þau nýkomnu röðuðust neðarlega. Þar sem það var
athugað (8 hópar) reyndist árásargimi vera marktæk tengd stöðu í virðingarröð. Sýnt
hefur verið fram á meðal villtra hesta að hryssur sem em ofarlegar í virðingarröð virðast
vera líklegri að eignast folöld en þær sem em neðarlega, enda vom þær í betra
ásigkomulagi (Rutberg og Greenberg 1990). í rannsókn okkar í Skorradal (Hrefna
Siguijónsdóttir o.fl. 1999) kom í ljós að 3 mest ríkjandi hrossin vom þyngst, þó svo að
þau eyddu minni tíma í beit en hinir. Það bendir sterklega til þess að ríkjandi hross geti
tryggt sér aðgang að betri fæðublettum.
Hverjir mynda vinatengsl?
Hrossin kljást frekar við þá sem em af sama kyni (marktækt í 9 af 9 hópum) og
aldurshópi (marktækt í 6 hópum af 8). Geldingar og unghross (sérstaklega karlkynið)
mynda líka tengsl í gegnum leik og yfirleitt em það sömu einstaklingamir sem hestamir
bæði kljást við og leika sér við (tengslin reyndust marktæk í 7 af 9 hópum).
Það virðist gilda að íslensk hross haldi sér að jafnaði nálægt þeim sem þau kljást við í
hópum þar sem meirihlutinn þekkist (marktækt í 3 hópum af 3 þar sem þetta var mælt) en
ekki ef þau em ókunnug ( 3 hópar). Einnig kom í ljós að hrossin em líklegri til að tengjast
þeim sem hafa svipaða stöðu í virðingarröðinni (marktækt í 5 af 8 hópum)
Fjöldi vina er breytilegur en einstaklingar leita eftir samneyti við 1-7 hross (oftast 2-4).
Slíkt er þó ekki alltaf gagnkvæmt og sumir em vinsælli en aðrir. I öllum hópunum nema
tveimur (litlu hópunum á Hólum 2004) mældust marktæk tengsl á milli einstaklinga.
Skiptir skyldleiki máli?
Svo virðist sem skyldleiki hafi áhrif á hóp kunnugra hrossa því það kom í ljós að innan
heimastóðsins á Skáney 1997, þar sem helmingurinn vom hryssur sem vom komnar til
ára sinna, vom jákvæð marktæk tengsl á milli skyldleika og jákvæðra samskipta og meðal
hryssnanna höfðu þær sem vom tiltölulega mikið skyldar svipaða stöðu í virðingarröðinni
(ekki þó mæðgur) (Hrefiia Sigurjónsdóttir o.fl., 2003). En þegar ókunnug hross vom sett í
stóðið 1999 þá vom áhrif kunnugleikans sterkari (Hrefha Siguijónsdóttir og Anna G.
Þórhallsdóttir 2005).
Gerðar vom tilraunir á Hólum í Hjaltadal 2003 og 2004 til að athuga hvort trippi gerðu
upp á milli einstaklinga eftir skyldleika (Sawford 2003, 2004). Fyrra árið vom 9 ókunnug
trippi sett eitt og eitt í einu með 3ja daga millibili í hóp 15 heimatrippa sem vom misskyld
þeim. Trippin vom af báðum kynjum. Fylgst var með samskiptum innan hópsins í einn
mánuð eftir að öll vom komin í hópinn, alls í 79 klst. Það sem kom í ljós var að skyld
hross héldu frekar saman, bæði í hópnum í heild og líka þegar litið var eingöngu á þá
nýkomnu (marktæk fylgni). Hvað varðar það að kljást þá var niðurstaðan sú sama og á
Skáney, þ.e. að innan heimahópsins vom skyldari trippi líklegri til að kljást en
kunnugleiki réði meim en skyldleiki í öllum hópnum.
90