Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 105
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Mæling snefilefna í íslensku heyi
Amgrímur Thorlacius
Landbúnaðarháskóla Islands
Gögnum um innihald meginsteinefna (Ca, P, Mg, K, Na) í íslensku heyi hefur verið
safnað á ári hveiju um langt árabil. Efhagreiningamar þessar hafa verið ffamkvæmdar
(af Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Ræktunarfélagi Eyjafjarðar) sem þjónusta við bændur og því ekki um markvissa
úttekt að ræða. Þó má segja að ástand gróffóðurs af helstu ræktarsvæðum landsins sé
ágætlega þekkt hvað þessi efhi varðar, vegna þess hve víðtæk þjónustan hefur verið.
Öðm máli gegnir um magn snefilefna, hveiju nafhi sem þau nefhast. Nokkuð er til af
gögnum úr dreifðum tilraunum og athugunum, en engin heilstæð úttekt sem nær til
landsins aiis.
Nú em í gangi tvö umfangsmikil rannsóknaverkefnin sem munu ráða nokkra bót
á þessu. Bæði verkefhin snúast um frumefni, sem em nauðsynleg næringarefni fyrir
plöntur og dýr. Annað er rannsókn á hugsanlegum tengslum fóðurs og riðu. í því
verkefhi hafa verið tekin og greind ríflega 100 heysýni og em gagnavinnsla og birting
niðurstaðna komin vel á veg. Til dæmis þá má sjá umfjöllun um selenniðurstöðumar í
Frey á liðnu ári (Þorkell Jóhannesson o.fl., 5. tölubl., 100. árgangur, júní 2004). Þessar
mæliniðurstöður gefa mikilvægar upplýsingar um snefilefni í heyi, jafnvel þótt
meginviðfangsefnið sé riðuveiki.
í erindi þessu verður hins vegar hinu rannsóknaverkefninu lýst í stuttu máli. Þar
er um að ræða skipulega úttekt, gagngert til að afla þekkingar um snefilffumefni í
íslensku heyi. Tekin hafa verið um 200 sýni í þvi augnamiði að fá upplýsingar úr
öllum landshlutum. Jafhffamt var reynt að fá þokkalega jafna dreifingu á milli
megingerða ræktaijarðvegs, þ.e. mels, móa og mýrar. Greiningarefhin em Fe, Mn, Zn,
Cu, Mo, Co, Se og í. Þessi efni urðu fyrir valinu ýmist vegna þess að þau em
mikilvæg fyrir vöxt plantnanna sjálffa og/eða fyrir þær skepnur sem á þeim lifa. Það
síðar nefnda á sér í iagi við um selen, en það ber jafnan á góma þegar reynt er að leita
skýringa á vanhöidum og dauða íslenskra grasbíta síðustu áratugi. Auk ofangreindra
snefilffumefna var innihald meginsteinefha ákvarðað í öllum sýnunum. Fjallað verður
lauslega um ffumefhin sjálf og hlutverk þeirra, um val heysýnanna, greiningaraðferðir
og helstu vandkvæði. Loks verður bmgðið upp niðurstöðum fyrir þau efhi sem þegar
hefur tekist að greina.
103