Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 117
þó að hún sé frekar afleiðing mikilla kálfavanhalda og ef svo er, hefúr hún bætt
ástandið talsvert, þó varla geti 18% vanhöld kálfa talist viðunandi.
Almennt líta bændur svo á að um verulegt vandamál sé hér að ræða. Greinilegt er þó
að bændur höfðu ákaflega mismunandi viðhorf til þess. Dæmi voru um að bændur
sem misstu tiltölulega lítið af kálfúm litu á vanhöld sem mikið vandamál, á meðan
aðilar með allt að fjórðungs vanhöld fannst það ekki tiltökumál.
Samhliða þessari athugun voru bændur beðnir að skrá gang burðar hjá öllum kvígum
og kúm nú á haustmánuðum og fram yfír áramót. Þegar þetta er ritað er nokkuð farið
að berast af þeim upplýsingum en ekki er farið að huga að uppgjöri. Þá er og
fyrirhugað að gera snefilefnagreiningar á um 200 heysýnum víða af landinu. Vænta
má að þessi atriði nái að varpa frekara ljósi á þá þætti sem skýrt geta vanhöld á
kálfúm.
Niðurstaða þessarar athugunar er sú að ekki er hægt að merkja verulegan mun á
fóðrun og hirðingu gripanna á búum með mikil og lítil vanhöld, þó í sumum þáttum sé
hann talsverður. Það leiðir hugann að kúastofninum og gripunum sjálfum, að á þeim
séu að verða einhveijar þær breytingar sem skýrt geta mikil og vaxandi vanhöld kálfa.
Nú er það svo að burðareiginleikar og lífsþróttur kálfa hafa ekki verið hluti af
ræktunarmarkmiðum íslenska kúastofnsins. Þar þarf hugsanlega að verða breyting á.
Til þess að svo megi verða þarf að fara í útreikninga á erfðastuðlum þessara
eiginleika, það vill segja eiginleika kálfsins að fæðast lifandi og eiginleika móðurinnar
að eignast lifandi afkvæmi. Vísbendingar eru um að erfðabreytileiki sé til staðar hvað
þá varðar. Líta má á það verkefni sem rökrétt framhald af þessu.
Þakkarorð
Alls komu 70 bændur að þessari athugun. Þeim er öllum þakkaðar jákvæðar
undirtektir og greinargóðar upplýsingar og umræður, bæði varðandi verkefhið sjálff
og ýmislegt annað sem að búskapnum snýr. Þá var Jón V. Jónmundsson,
búfjárræktarráðunautur BI okkur mjög innan handar með val búa og samningu
spumingalista, honum er þakkað fyrir aðstoðina. Þá komu Bragi L. Olafsson,
fóðurfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Islands og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir
einnig að samningu spumingalista, þakkað er þeirra framlag.
Heimildir
Baldur Helgi Benjamínsson, 2001. Rannsókn á kálfadauða í íslenska kúastofninum. Freyr, 97:(4-5)40-
45,48.
Jón Viðar Jónmundsson, 2004. Um skýrsluhaldið í nautgriparækt 2003. Freyr, 100:(3) 14-20.
115