Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 118
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Tilraunastarfið á Hesti 2001-2004
Eldi lamba og rekstrarlíkan í sauðfjárframleiðslu
Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Upphaf þess tilraunastarfs sem hér verður gerð grein fyrir, má rekja til samkomulags um
rannsóknir og kennslu í sauðfjárrækt sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri gerðu með sér haustið 2000. í ffamhaldi af því var
gerð áætlun um rannsóknir og þróun í sauðfjárrækt til 3ja ára og lögð fyrir Fagráð í
sauðfjárrækt og Framkvæmdanefhd búvömsamninga. Veitt var vilyrði fyrir styrk til
starfsins frá Framkvæmdanefhd af þróunarfé til sauðfjárræktar samkvæmt samningi
sauðfjárbænda og ríkisins haustið 2001. Upphafleg verkelhaáætlun var unnin af faghóp
sem skipaður var til að halda utan um starfið á Hesti, sem í sitja Jóhannes Sveinbjömsson,
Torfi Jóhannesson og Sigurgeir Þorgeirsson, auk Emmu Eyþórsdóttur sem hefur umsjón
með starfinu. Auk þeirra hafa fjölmargir aðrir komið að verkefnunum, bæði sem
þátttakendur og samstarfsaðilar í einstökum verkþáttum og ber þar sérstaklega að nefna
Eyjólf Kristinn Ömólfsson, sem hafði daglega umsjón með framkvæmd flestra tilrauna og
Sigvalda Jónsson, bústjóra á Hesti. Sérstaklega hefur verið stuðlað að þátttöku nemenda í
búvísindum í tilraunastarfinu og lokaverkefhi þeirra verið tengd inná verkefhi sem í gangi
em.
Unnið hefur verið að efitirtöldum verkefhum og verkefnaflokkum á þessu tímabili.
• Gólfgerðir i fiárhúsum - Verkefnisstjóri er Torfi Jóhannesson ásamt Sigurði Þór
Guðmundssyni. Þetta verkefni er kynnt sérstaklega á öðmm stað í þessu riti.
• Sumarbeit sauðfiár á ræktuðu landi. Flokkur tilrauna á Hesti og Stóra-Ármóti.
Verkefnisstjórar em Jóhannes Sveinbjömsson og Emma Eyþórsdóttir.
• Haustbötun og innifóðmn sláturlamba. Flokkur tilrauna á Hesti. Verkefnisstjórar
em Jóhannes Sveinbjömsson og Emma Eyþórsdóttir
• Rekstrarlíkan fvrir sauðfiárbú. Verkefhisstjóri Jóhannes Sveinbjömsson.
• Ending merkia i sauðfé. JVerkefhisstjóri Eyjólfur Kr. Ömólfsson.
Hér á effir verður gerð stutt grein fyrir verkefhum sem tengjast beit og eldi sláturlamba og
fjallað um þróun rekstarlíkans fyrir sauðfjárbú. Aður hefur verið var grein fyrir fyrstu
niðurstöðum varðandi endingu merkja i sauðfé (Eyjólfur Kristinn Ömólfsson og Sigvaldi
Jónsson, 2004a,b). Auk þess sem þegar hefur verið upp talið er áfram stundað
ræktunarstarf á Hesti sem byggir á áramga markvissu starfi sem hefúr skilað mjög
jákvæðum árangri að undanfomu. Loks bera að nefiia nýtt verkefhi um DNA greiningar á
arfgerðum príon-gens í hjörðinni á Hesti, sem kynnt er annars staðar i þessu riti. Öll
verkefhin hafa verið myndarlega styrkt af Framkvæmdanefnd búvömsamninga og Fagráð í
sauðfjárrækt hefur árlega yfirfarið áfangaskýrslur og verkáætlanir.
116
J