Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Qupperneq 121
Eftirfarandi er yfírlit um tilraunameðferðir á tímabilinu eftir kálbeitina í einstökum
tilraunum.
Tilraun 2002
Eldisfóður var annars vegar gott hey eingöngu (verkað í plastpakkaða stórbagga) og hins
vegar sama fóður að viðbættu prótein- og orkuríku kjamfóðri. Slátrað var í tvennu lagi í
nóvember og desember. í tilrauninni vom bæði gimbrar og gelt hrútlömb. Ein helsta
niðurstaða þessarar tilraunar var sú að gimbrar í eldi á þessum árstíma hafa tilhneigingu til
að fitna um of og því hentar betur að vera með gelt hrútlömb til slátmnar fyrir jól (Jóhannes
Sveinbjömsson o.fl., 2003).
Tilraun 2003
Eldisfóður var rúlluverkað hey af nýrækt annars vegar og rúlluverkað rýgresi hins vegar,
hvort tveggja með og án kjamfóðurgjafar (hápróteinblanda). Slátrað var í einu lagi rétt
fyrir jól. Flest lömbin vom gelt hrútlömb en um þriðjungur gimbrar. Lömbin vom óvenju
væn í upphafi tilraunar þetta haust og lítil þungaaukning varð á eldistímabilinu eftir að
kálbeit lauk. Lítill munur var á vexti eftir fóðmnarmeðferðum, en einna vænst vom þó lömb
sem fengu rýgresisrúllur og kjamfóður (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl., 2004).
Tilraun 2004
í þessa tilraun vom notaðir hrútar og gimbrar u.þ.b. til helminga. í 1. töflu em
bráðabirgðaniðurstöður um hvemig lömbin lögðu sig í sláturhúsi. Hópur 1 er
viðmiðunarhópur sem slátrað var svo að segja beint af úthaga 1. október. Hópar 2, 3 og 4
vom á káli til 10. nóvember, en eftir það (12. nóv) var hóp 2 slátrað. Ef hópar 2 og 1 em
bomir saman má sjá að lömbin hafa bætt við sig um 3,5 kg í fallþunga á um 40 daga
kálbeit, sem gerir tæp 90 g á dag. Er þetta í ágætu samræmi við fyrri kálbeitartilraunir.
Hópar 3 og 4 vom aldir áfram á góðu gróffóðri eingöngu til 13. des er báðum hópum var
slátrað. Lömbin í hópi 3 vom alin innandyra en hópur 4 utanhúss. Utilömbunum var gefið
í einfaldan garða og var lögð ofan á hann plata til að verja heyið skemmdum og
ódrýgindum af völdum úrkomu. Lömbin höfðu skjól í skurðum og af vagni sem komið var
fyrir á túninu þar sem lömbin vom. Inni- og útilömbin sýna svipaða útkomu, fallþungi í
báðum tilvikum 16,6 kg og ekki vemlegur munur á öðram mældum og metnum stærðum á
sláturskrokkunum. Rúmlega mánaðareldi á heyi skilaði um hálfu kg í auknum fallþunga
(hópar 3 og 4 bomir saman við hóp 2). Þetta er í nokkuð góðu samræmi við það sem
fundist hefur í fyrri tilraunum, þar sem innieldi á þessum tíma hefur skilað ffernur hægum
vexti. Flokkunin hjá hópum 3 og 4 er ívið betri en hjá hópi 2, sérstaklega fituflokkunin þó
að J-málið bendi i öfuga átt eins og jafhan má búast við með vaxandi aldri og fallþunga
lambanna.
1. tafla. Fallþungi, flokkun, siðufita (J-mál), fallprósenta og einkunnir fyrir læri og
frampart á sláturskrokkum á lömbum í haustbötunartilraun 2004 (bráðabirgðaniðurstöður).
Hópur Fallþungi Fall% Fita Gerð J-mál Framp. Lærast.
1 12,6 39,6 5,00 7,25 5,69 3,43 3,31
2 16,1 42,3 6,94 9,31 10,00 4,12 3,94
3 16,6 40,4 5,40 9,40 11,50 4,00 3,95
4 16,6 39,7 5,20 9,00 11,57 3,97 3,88
Mælingar á heyáti lambanna í hópum 3 og 4 benda fljótt á litið til þess að útilömbin hafi
innbyrt svipað magn af heyi og innilömbin. Urvinnslu á þeim gögnum er þó ekki lokið.
119