Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 127
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Fjárhúsgólf
-samanburður sex gólfgerða-
Sigurður Þór Guðmundsson og Torfi Jóhannesson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Gólfgerðir
Gólf ijárhúsa var upphaflega troðin jarðvegur þakin taði (Daelemans, J. o.fl., 1985). En vegna
vandamála sem tengdust því að halda gólfum þurrum og fénu hreinu og heilbrigðu þá fóru
menn að setja rimlagólf í fjárhús þegar sú tækni varð möguleg. Fyrstu skráðu heimildir um
rimlagólf eru frá íslandi um 1760 (Noton, N. H., 1982). Vitneskjan um grindagólf undir
sauðfé barst til Noregs ffá íslandi með búnaðarlærlingi sem Jens Gausland á Kleppi réð til sín
(Bell, S„ 1964).
Hérlendis hófu bændur við sjávarsíðuna að setja grindur í fjárhús til að halda taðinu þurru
meðffam fjörubeit (Grétar Einarsson, 1982). Þessi tækni breiddist hratt út samfara aukinni
innistöðu og kraftmeiri fóðrun þannig að 1977 var stærstur hluti fjárhúsa á Islandi með
grindagólfi (Magnús Sigsteinsson, 1977). Algengast var að þessi grindagólf væru gerð úr
fururimlum 32x100 mm (Þórir Baldvinsson, 1964). Árið 2003 voru þijár gerðir ráðandi:
Málmristar og fururimlar eru algengustu gerðimar og einstaka hús em með steyptum rimlum,
nokkur taðhús em enn til og það má búast við að vinsældir þeirra aukist með auknu aðgengi
að hálmi samfara aukinni komrækt (Magnús Sigsteinsson o. fl„ 2003).
Boe, K. E. (2002) taldi upp sex eiginleika sem fjárhúsgólf eiga að hafa:
1. Æmar skulu vera þurrar og hreinar.
2. Gólfið skal vera nægilega stamt fyrir pömn og sauðburð.
3. Gólfíð má ekki valda sárindum en skal þó slíta klaufum.
4. Gólfið má ekki vera kalt að liggja á.
5. Gólfið skal vera hóflega dýrt.
6. Gólfið skal halda þessum eiginleikum yfir lengri tíma.
Hálmgólf býður upp á mjúkt og hlýtt legusvæði, en það krefst aðgengis að nokkm magni af
hálmi. Á svæðum þar sem hálmur fellur ekki til er grindagólf eini raunhæfi kosturinn (Boe, K.
E„ 2002), því samkvæmt Noton, N. H. (1982) er heilt gólf án xmdirburðar ekki raunhæfur
kostur undir fé, en með undirburði má nánast nota hvaða gólfefni sem er.
Heilbrigði
Sjúkdómar sem hetja á flest sauðfjárbú s.s. fósturlát, lambablóðsótt og slefsýki orsakast af
sýklum sem lifa í jarðvegi og saur (Sigurður Sigurðarson, 2003). Það er auðveldara að halda
niðri magni sníkjudýra og sýkla í fjárhúsi með grindagólfi, en í húsi hálm eða taði (Boe, K. E„
1998). Mikilvægast upp á sóttvamir er að hafa gólf þurr en einnig skiptir máli að þau séu
hrein, laus við skít og þvag (0verás, J„ 1977).
Á grindagólfi er lömbum hættara við ofkælingu en á taðgólfi. Hálmgólf gefur yl sem er mjög
til bóta fyrir ung lömb, en það verður að vera þurrt og þrifalegt, annars geta blossað upp
heiftarlegar sýkingar (Sigurður Sigurðarson, tölvupóstur). Simensen, E. o. fl. (2003) komust
að því að dánartíðni lamba, sem fæðast á hálmi eða taði, væri hærri á innistöðutíma og
vorbeit, heldur en lamba sem fæðast á grindagólfi.
Ef grindagólfum er illa við haldið og rifur víkka eða göt koma í málmristar getur það valdið
slysum á unglömbum og eldra fé (Sigurður Sigurðarson, tölvupóstur).
125