Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 129
Bleyta var mæld sem ml/m2 með aðferð sem var hönnuð af höfundi (Sigurður Þór
Guðmundsson, 2004). Mælingar voru ffamkvæmdar átta sinnum á tímabilinu 28. janúar 2003
til 11. apríl 2003.
Klaufaslit
Klaufír voru mældar þrisvar á tímabilinu 17. desember 2002 til 14. apríl 2003. Ytri klauf á
vinstri fram- og afturfæti var mæld, bæði lengd og breidd. A hverri gólfgerð voru mældar
klaufír á 10 ám, tveim af hveiju aldursári tveggja til sex vetra.
Yinnumagn
Tímamælingar voru gerðar á vinnu við sópun og þrif gólfa. A tímabilinu 18. desember 2002
til 10. apríl 2003 var skráð hve oft gólfín voru þrifin/sópuð.
Heimsóknir til bænda
Til að safna saman reynslu bænda af mismunandi gólfgerðum þá voru sumarið 2003
heimsóttir um 50 bændur víðs vegar um Island og skoðuð hjá þeim fjárhús. Eftir það standa
upplýsingar um 86 gólf í 38 fjárhúsum. Safnað var upplýsingum um aldur og gerð gólfa í
fjárhúsum. Ástand gólfanna var metið á skilgreindum kvarða þar sem 1 er lélegast og 5 er best
(Sigurður Þór Guðmundsson, 2003).
Niðurstöður
Slitmælingar og ending
I töflu 1 sést að mest slit er á fúrurimlum, þá koma epoxy og harðviður. Minnst slit mældist á
steypu. Miðju fúrurimillinn slitnar meira en hinir rimlamir. Mínusgildi eru tilkomin vegna
samblands af mæliskekkju og lítils slits.
Tafla 1. Slit á jjórum gólfefnum á einu ári mœlt sem mm2 íþversniði rimils.
20 cm frá garða Mið kró 160 cm frá garða
Að garða Frá garða Að garða Frá garða Að garða Frá garða Meðaltal
Fura -0,33 6,57 18,69 10,32 2,55 4,02 6,97
Epoxy 4,63 9,12 2,44 -0,78 -3,73 3,99 2,61
Harðviður 0,61 0,23 2,61 2,67 3,59 2,76 2,08
Steypa -1,60 3,09 0,57 1,45 -0,03 0,79 0,71
Niðurstöður ástandsskoðunar má sjá í töflu 2. Það eru tekin fyrir gólfefhin fura og málmristar.
Einnig er sett ffarn ástand zinkhúðar á málmristum.
Tafla 2. Meðaltal og staðalfrávik (gildi) á aldri gólfefna eftir ástandsflokkum
Málmristar
Ástand, flokkur Fura Zinkhúð Styrkur mottu
Aldur, ár fjöldi Aldur, ár fjöldi Aldur, ár fjöldi
1 24,0 (12;36) 2 11,9 ±5,2 9 17,3 ±5,5 3
2 11,2 ±7,6 9 7,0 ±3,0 6 10,0 ±1,0 5
3 7,5 ± 5,0 11 5,1 ±2,1 9 6,8 ±3,1 6
4 6,1 ±7,0 14 3,9 ±2,3 11 4,4 ±2,1 18
5 5,5 (5; 6) 2 0,0 2 3,0 ± 1,7 5
127