Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 133
F. kostn/fjármagn BF. kostn/vinnulaun □Sópun/dreifing DHálmur ■ Klaufsnyrting
Mynd 6. Arlegur kostnaður mismunandi gólfa.
Umræður
Slitmælingar og ending
Niðurstöður slitmælinga eru í nokkru samræmi við það sem sagt hefur verið um endingu
gólfeína. Fura getur enst í 11-12 ár sem er lengur en flestir hafa talað um. Margir tala um að
fururimlar endist ekki í nema 2-5 ár (t.d. Ensminger, M. E., 1978; Boe, K. E., 2002 og
Hjulstad, O., 1982). Harðviðarrimlar eru sagðir endast lengur og steyptir rimlar í 10-15 ár
(Ensminger, M. E., 1978) Það verður þó að teljast knapplega áætlað miðað við að greint hefur
verið ffá 25 ára gömlum steyptum rimlum í fullkomnu ástandi (Sigurður Þór Guðmundsson,
2003). Málmristar endast í um 10 ár. Hér er rétt að geta þess að í öllum tilfellum var verið að
tala um zinkhúðaðar málmristar. Það er lengri ending en sumir hafa talað um (Ensminger, M.
E., 1978) en svipuð og aðrir hafa greint frá ( Faller, T. C., o. fl., 1994). Boc, K. E. (2002) hélt
því fram að málmristar endust í um 15 ár, það verður að teljast í hærri kantinum miðað við
þær niðurstöður sem liggja hér fyrir. Engar vísbendingar liggja fyrir um endingu epoxy- eða
harðviðargólfs. Boe, K. (1985) átti þó von á því að epoxy-efni gæti aukið endingu fúrurimla
úr tveimur árum upp i tíu ár.
Það reyndist ekki vera munur á milli gólfgerða hvað varðar hreinleika ullar í ullarmati. Það er
sambærileg niðurstaða og eldri athuganir gefa til kynna fyrir grindagólf (Grétar Einarsson,
1980). Ær á epoxy voru óhreinastar og ær á hálm hreinastar. Þó voru æmar á epoxy ekki það
óhreinar að hægt væri að telja það til vansa. Yfirborð steypu og epoxys er hijúft og í því situr
nokkur skítur sem berst í ullina. Því gæti verið rétt að tryggja sem best að þessi gólf séu þurr
svo þau haldist þrifaleg. Ær á málmristum vom hreinar enda hefur oft verið sýnt fram á að
málmristar séu mjög þrifalegt gólfefni (t.d. Boe, K., 1985 og Nygaard, A., 1977). Enda er það
opnunin á grindagólfi sem ræður mestu um hve vel það hreinsar sig (Faller, T. C., o. fl.,
1994).
Klaufaslit er mismunandi eftir gólfgerðum. Hér hefur komið fram að klaufir lengjast minnst á
epoxy og í raun það lítið að ekki er þörf á klaufsnyrtingu. Næst á eftir kemur steypa, það
verður þó að hafa það í huga að steypurimlar slípast með tímanum og því má búast við að
klaufaslit á þeim minnki eftir því sem þeir eldast. Á málmristum er klaufalenging í lágmarki
og því lítil þörf á klaufsnyrtingu. Það er í nokkru samræmi við það sem Boe, K. (1985) komst
að. Grétar Einarsson (1982) komst að svipaðri niðurstöðu varðandi samanburð á fururimlum
131