Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 136
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Bygging og eðliseiginleikar móajarðvegs og áhrif jarðvinnslu
Hólmgeir Bjömsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Útdráttur
Rannsóknir á byggingu og eðliseiginleikum ræktaðs móajarðvegs hófust 2002. Eitt helsta markmið
verkeíhisins var að mæla áhrif mismunandi jarðvinnsluaðferða á byggingu móajarðvegs og hvaða áhrif
byggingin getur haft á uppskeru fóðuijurta og jafnfiamt að auka fæmi til að takast á við slík verkefiii í
framtíðinni. í þessari grein er einkum sagt frá mælingum á vatnsheldni og loftrýmd í jarðvegi og
hugtök skýrð. Nýtanlegt vatn var oftast á bilinu 25-38% í efstu 18 sm. Loftrými við vatnsrýmd (pF 2)
var vxða á bilinu 15-20% og jafhvel hærra og er jarðvegur þá vel loftaður, en lægri gildi fundust einnig.
Jarðvinnsla hefur í sumum tilfellum náð þeim tilgangi sínum að auka loftun í yfirborði jarðvegs. Sagt er
fiá mælingum á samkomabyggingu í armarri grein (Brita K. Berglund, 2005).
Inngangur
Ræktun lands á Islandi var mjög lítil fram undir miðja 20. öld, en þá var á um þrem
áratugum brotinn til nýræktar mikill meiri hluti þess lands sem nú er ræktað. Mikill
hluti þess er varanlegt tún sem sjaldan eða aldrei heíúr verið hreyft við frá því fyrst
var sáð í það. Sívaxandi hluti ræktaðs lands er þó unninn á hveiju ári, ýmist til
endurræktunar túna eða til ræktunar annarra nytjajurta, oftast í sáðskiptum þar sem
fjölært tún tekur við að nýju eftir að t.d. grænfóður eða kom hefur verið ræktað í eitt
eða fleiri ár. Þess er að vænta sáðskipti verði innan skamms iðkuð víðast hvar þar sem
skilyrði leyfa (Áslaug Helgadóttir & Jónatan Hermannsson 2001).
Tilefni þótti því til að efna til rannsóknarverkefhis til að kanna eðliseiginleika
jarðvegs og hvemig hann tekur jarðvinnslu haustið 2001. Ljóst var frá upphafi að
þriggja ára verkefni myndi ekki skila miklum niðurstöðum. Tilgangurinn var fremur
að auka fæmi á þessu sviði og byggja upp aðstöðu til rannsókna. Mælingar á jarðvegs-
bygginu og eðliseiginleikum jarðvegs eiga að styrkja gmndvöll annarra rannsókna þar
sem jarðvinnsla kemur við sögu.
Ákveðið var að takmarka verkefnið í upphafí við móajarðveg og hófst verkefni, sem
ber sama heiti og þetta erindi, vorið eftir og á því að ljúka nú á þessum vetri. Nokkur
mannaskipti hafa orðið og hefur það orðið til þess að seinka úrvinnslu og ffágangi á
niðurstöðum. Á Hvanneyri hófust rannsóknir á vatni í mýraijarðvegi á sjöunda ára-
tugnum en vom umfangsmestar 1978-85 (Óttar Geirsson, 1982, Ámi Snæbjömsson,
1982a,b, 1984 og í árlegum tilraunaskýrslum). Á umhverfissviði Rala hafa eðlis-
eiginleikar jarðvegs verið mældir og færðir í gagnagrunn og hafa niðurstöður verið
kynntar á ráðstefnum (Jón Guðmundsson, 2001).
Jarðvegsbygging
Plöntumar sækja næringu og vatn í jarðveginn. Hann þarf því að vera þeim eigin-
leikum gæddur að rætumar fái þrifist og að hann geti miðlað þeim vatni og nauðsyn-
legum plöntunæringarefnum. Til þess að rætur fái þrifist þarf jarðvegurinn m.a. að
vera nægilega vel loftaður. Það em eðliseiginleikar jarðvegs sem ráða mestu um
loftun hans og hæfni til að geyma og miðla vatni til vaxtar. Þeir hafa einnig áhrif á
jarðvegshita, sem líka skiptir máli fyrir vöxt og þroska plantna, og töluvert samhengi
ermilli eðlis- og efhaeiginleika jarðvegs.
134