Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 138
þrýsting sem notaður var. Vatnsheldni jarðvegs er oft sýnd á pF-kvarða. Vatns-
þrýstingurinn er þá umreiknaður í pF sem er hliðstæða við pH-kvarðann sýrustigs,
pF = logio(undirþrýstingur vatns í sm).
Mæling á holurými með því að metta jarðveg með vatni og vigta er ónákvæm vegna
þess að vatnið er laust bundið í grófasta holurýminu. Helstu kennitölur aðrar eru
sigmörk eða vatnsrýmd (field capacitý) og visnunarmörk (wilting point). Vatns-
rýmd jarðvegs er það vatnsmagn sem hann heldur eftir að laust vatn hættir að síga
niður eftir jarðveginum, t.d. eftir mikla rigningu á 1-3 dögum. Jafnan er miðað við að
það gerist við pF 2, þ.e. 100 sm undirþrýsting sem svarar til þess að 100 sm séu niður
á yfírborð grunnvatns (vatnsmettaðan jarðveg). Frávik geta verið vegna mismunandi
vamsleiðni jarðvegs. Við meiri undirþrýsting (dýpra á grunnvatn) er vatnsleiðni orðin
svo lítil að vatnið er nýtanlegt plöntunum áður en það sígur niður. Þegar jarðvegur
hefur þomað að vatnsrýmd em grófustu holumar loftfýlltar og má kalla rúmmál þeirra
loftrýmd. Jarðvegur þarf að vera vel loftaður til þess að gróður fái þrifíst, en tegundir
em þó misjafnlega viðkvæmar fyrir loftleysi. Samkvæmt Baver (1956) þurfa hveiti og
hafrar 10-15% loftrýmd en bygg og sykurrófur 15-20%. Ég tel mig muna að loftrými
<9% væri talið óviðunandi. Loftleiðni jarðvegsins skiptir einnig máli, þ.e. hversu
greiðlega loftskipti eiga sér stað. Visnunarmörk em talin við 15 loftþyngdir (atm.),
þ.e. pF 4,2. Plöntur geta ekki með nokkm móti nýtt sér vatn sem er fastar bundið. Því
er nýtanlegt vatn = vatnsrýmd - visnunarmörk. Það em loftrýmd jarðvegs og
nýtanlegt vatn sem mestu máli skipta um vaxtarskilyrði. Nýtanlegt vatn er þó ekki allt
jafnnýtanlegt og dregið getur úr vexti ef vatnið er fastar bundið en 1-3 loftþ., þ.e. pF
3-3,5. Einnig skiptir vatnsleiðni og hárpípukraftar miklu máli til að vatn neðan
rótardýptar nýtist plöntum til vaxtar. Þurrkun við 105°C gefur pF 7. Á 1. mynd er
dæmi um vatnsbindingu í þrem ökmm sem höfðu verið plægðir árlega í 6-7 ár.
PF
Miðgerði
pF 7
80 100
Vindheimum
oH”
F
PF7
5
0 20 40 60 B0
Vatn % af rúmmáli
Korpu
20 40 60 80 100
1. mynd. Vatnsheldni í 0-10 (+) og 10-20 sm (o) dýpt i 6-7 ára akri, vatn % af
rúmmáli við mismunandi undirþrýsting, pF. Nýtanlegt vatn er frá pF 2-4,2.
Helstu mælingar
Frá upphafi vom skipulagðar mjög fjölbreyttar mælingar á þeim jarðvegi sem tekinn
var til rannsóknar. Þessum mælingum má skipta í þijá flokka: efnamælingar,
eðliseiginleika og umsetningu í jarðvegi ásamt jarðvegslífí.
Efnamælingar, þ.e. leysanleg næringarefni (P, K, Ca, Mg), pH, C og N, en koma-
stærðargreining var ekki gerð. Þessar mælingar vom gerðar til að lýsa jarðvegi.
136