Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 139
Eðliseiginleikar, þ.e. vatnsbinding í jarðvegi og loftrými, hlutfall stöðugra samkoma.
Þetta em þær mælingar sem em helsta viðfangsefni þessarar greinar. Enn fremur
jarðvegshiti, og vatnsþrýstingur var mældur með vatnsspennumæli sumarið 2003.
Losun C og N í jarðvegi var mæld með þeim búnaði sem Friðrik Pálmason hefur
komið upp og aðferðum hans fylgt að hluta. Enn ffemur vom taldar lífverur í jarðvegi.
Loks var mældur lífmassi örvera í jarðvegi og em það fyrstu mælingamar af þvi tagi
hér á landi svo vitað sé. Þótt þetta séu ekki mælingar á eðliseiginleikum jarðvegs
hefur jarðvegslífíð áhrif á bygginguna og jarðvinnsla og sáðskipti hafa áhrif á
umsetningu og jarðvegslíf.
Val á landi
Land með mismunandi rœktunarsögu
Eitt helsta markmið verkefnisins var að mæla áhrif mismunandi jarðvinnsluaðferða á
byggingu móajarðvegs og hvaða áhrif byggingin getur haft á uppskem fóðurjurta.
Ekki var í upphafi völ á tilraunalandi þar sem með skipulögðum hætti hefði fengist
mismunandi ræktunarsaga. Þess í stað vom valdir þrír staðir, tilraunastöðin Korpa,
komræktarlandið norðan Vindheima í Skagafírði og komræktarlandið í Miðgerði í
Eyjafírði. Á hveijum stað vora valdir tveir misgamlir byggakrar og tún, alls þijár
sléttur. Við Vindheima var valið land norðvestantil, nokkuð frá þeim stað þar sem
komræktartilraunir hafa verið gerðar. Þar var talið að nokkur móajarðvegur hefði
safhast ofan á vatnaset Héraðsvatna sem er sendið. Ein sléttan (6 ára akur) er í landi
Syðra Vallholts. Aðliggjandi komræktarlandinu í Miðgerði var valin túnslétta í landi
Y sta-Gerðis.
Árið 2002 vom gerðar umfangsmiklar athuganir á sýnum úr þeim sléttum sem að ofan
getur. Á Fræðaþingi landbúnaðarins 2004 birtust bráðabirgðaniðurstöður losunar-
mælinga og efnamælinga (Rannveig Guichamaud & Hólmgeir Bjömsson 2004).
Jarðvinnslutilraun á Korpu
Haustið 2001 var undirbúin jarðvinnslutilraun með því að mæla og plægja land til
tilraunar sem hófst vorið 2002. Reitir vom 7X14 m og samreitir 4.
a. Oplægt, borið á og slegið árlega
b. Plægt, sáð grasfræi með komi vorið 2002 og borið á og slegið sem tún næstu ár
c. Plægt og herfað árlega, bygg ræktað
d. Plægt og tætt árlega, bygg ræktað
e. Lágmarksjarðvinnsla, plægt og herfað fyrsta árið, byggi sáð, herfað og byggi sáð án þess að
plægja næstu vor
Tilraunin hefur verið gerð eftir þessu skipulagi í þijú sumur og líklegt er að henni
verði haldið áfram enn um sinn. Sumarið 2002 vom einungis tekin jarðvegssýni úr
óplægðum reitum og sams konar rannsóknir gerðar og á sléttum með mismunandi
ræktunarsögu en vatnsheldni þó ekki mæld. Sumarið 2003 hófúst mælingar á
vatnsheldni og samkomum og héldu þær áfram sumarið 2004.
Sáðskiptareitir
I Miðgerði og Vindheimum urðu til reitir með mismunandi ræktunarsögu í sáðskipta-
verkefni Rala sumarið 2003 og vom sýni úr þeim tekin til rannsóknar 2004. Einnig
vom tekin til athugunar sýni úr landi á Korpu þar sem bygging virtist hafa spillst fyrir
nær 20 ámm, en ekki er sagt frá þeim hér.
137