Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 143
Ljóst er að rúmþyngd er töluvert breytileg vegna þess að landið er ójafnt og mælingar
því of fáar til að bera saman liði. T.d. er rúmþyngd há í a.m.k. öðrum c-reitnum og að
líkindum er ffemur um landmun en áhrif jarðvinnslu að ræða. Þótt ekki verði dregnar
ályktanir um áhrif jarðvinnslu á rúmþyngd er gott að hafa hana til hliðsjónar þegar
borið er saman loftrými í mismunandi dýpt.
Loftrýmd var lítil í túni (a-lið) fyrra sumarið. Hún er meiri í yfirborðinu en dýpra líkt
og í túni í Miðgerði (1. tafla) og rúmþyngdin er jafnffamt minni. Sá munur er þó að
líkindum að litlu leyti vegna mismunandi holurýmis heldur vegna þess að í yfnborði
túns er meira af líffænu efni en dýpra. Annað sem athygli vekur er lítil loffrýmd í
vallarfoxgrastúni 2003, árið eftir sáningu, en það virðist komið í lag árið eftir. Heldur
meira loftrými mældist í yfirborði tættu reitanna en þeirra plægðu, en sá munur er
óviss því að aðeins var mælt í tveim samreitum. Sumarið 2004 er loftrýmdin um 11%
í 10-15 sm nema í vallarfoxgrasreitunum og í yfírborði óplægðu reitanna lítið meiri.
Báru þeir merki þess að yfirborðsvinnsla ein sér án plægingar væri ófullnægjandi.
Niðurstöður um loftrýmd í 10-15 sm b- og c-lið 2003 vöktu þá hugmynd að lág loft-
rýmd fylgdi þeim jarðvegi sem kom upp á yfirborðið við plægingu 2001 og var
plægður niður aftur 2002. Sú hugmynd fær þó varla stuðning af niðurstöðum 2004.
5. tafla. Uppskera í jarðvinnslutilraun, þe. hkg/ha. Uppskera byggs var aðeins mæld í
einni endurtekningu 2004.
2002 2003 2004
11.7. 23.8. alls 4.7. 22.8. alls 23.6. 11.8. alls
a Tún, sjálfgræðsla frá 1997 42,8 12,1 54,9 55,0 17,8 12,8 33,0 31,1 64,1
b Vallarfoxgras frá 2003 49,2 14,8 64,0 43,6 23,5 67,0
Staðalskekkja mismunarins 3,6 0,54 3,5 2,9 2,0 4,0
kom hálmur alls kom hálmur alls kom hálm alls
b Plægt, vallarf. sáð 35,5 50,5 86,0
c Plægt og herfað árlega 33,7 50,4 84,1 32,3 41,5 73,8 24 33 57
d Plægt og tætt árlega 30,7 50,6 81,3 34,0 43,1 77,1 29 36 65
e Pl. & h. byggi ísáð 2003-4 33,7 50,9 84,6 28,9 36,9 65,7 16 22 38
Staðalskekkja mismunarins 1,28 4,6 1,3 2,5 3,3
Umræður
Rætur plantna þurfa súrefni til vaxtar og upptöku næringarefna. Við súrefnisskort geta
plöntumar fengið sjúkleg útlitseinkenni. Mæling á grófú holurými eða loftrýmd er
aðeins óbeinn mælikvarði. Með góðri tækni á að vera unnt að mæla súrefni í jarðvegi.
Þegar súrefni í jarðvegi gengur til þurrðar við öndun róta og umsetningu lífrænna leifa
lækkar afoxunar- oxunarspennan (redox potential), sem einnig er mælanleg, og ýmis
lífræn efni, sem einkenna loftlausan jarðveg, taka að myndast, og einnig hefur hún
áhrif á ýmis snefilefni eins og kunnugt er. Sumarið 1984 var byggi víða sáð til græn-
fóðurs á Suðurlandi. Vor og sumar var með eindæmum vætusamt og þegar byggið
kom upp bar víða mikið á gulnuðum blöðum, sem getur verið einkenni um loftleysi í
jarðvegi eða lágt pH, en bygg er viðkvæmt fýrir hvom tveggja.
Tiltölulega lítil loftrýmd getur verið fúllnægjandi ef ekki ganga rigningar áður en jarð-
vegurinn nær að þoma. Einnig skiptir gróðurinn máli. Þegar jörð er orðin vel græn
notar gróðurinn mikið vatn og þurrkar jarðveginn. Gnóttargufun er sem svarar um 90
mm úrkomu á meðalmánuði í Reykjavík (Markús A. Einarsson, 1972), en vatns-
notkun gróðurs er nokkm minni. Það fer þó á annan veg ef jörðin verður loftlaus, þá
nær gróðurinn aldrei því lífx sem til þarf að nýta vatnið. Má ætla að þetta sé ein helsta
141