Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 144
ástæða þess að oft gengur illa að koma gróðri í dauðar eða hálfdauðar skellur. Þar ætti
að vera hjálp að tegundum sem eru fljótar til og þurrka landið.
Mæling á loftrýmd á óröskuðum sýnum sem eru flutt inn á rannsóknastofu er tímafrek
og nákvæmnin takmarkast af því hve sýnin eru smá miðað við breytileika jarðvegs.
Sýnitöku verður því að skipuleggja vel og velja viðfangsefni af kostgæfni. Til þess
þarf að nota þá reynslu sem fengist hefur. Óhætt er að segja að vinnubrögð hafí verið
vönduð við mælingamar og varla er meiri nákvæmni að vænta að því leyti. Sýni þarf
að taka sýni nokkuð víða og óreynt er í hvaða dýpt best sé að taka sýni.
Niðurstöður í 1. og 4. töflu sýna að með jarðvinnslu batnar loftun oft nokkuð í yfir-
borðslaginu, e.t.v. síst í sendnum jarðvegi. í reitum með mismunandi meðferð 2003 í
Miðgerði og Vindheimum var loftrýmd vorið eftir 20,8 og 17,2% í 1-6 sm en 13,4 og
17,6% í 10-15 sm. Á hvorugum staðnum fannst munur eftir því hvort í landinu var
rýgresi eða bygg árið áður eða það var gróðursnautt. Reitamunur var hins vegar
nokkur. í Miðgerði sýndu niðurstöður að yfirborðið var lausara en jarðvegur í 10-15
sm. Jarðvegurinn var orðinn eins og að dufti eða salla. Notkun pinnatætara við
fínvinnslu um vorið er kennt um, en einnig getur verið um áhrif langvarandi
jarðvinnslu að ræða, e.t.v. við óheppilegt rakastig.
Það áhugaverðasta í þessum niðurstöðum er líklega að reyna að átta sig á þeim
áhrifum sem mismunandi jarðvinnsla kann að hafa haft í tilrauninni (4. tafla). Auk
loftrýmis og vatnsheldni var lögð áhersla á að mæla stöðug samkom í jarðvegi (Brita
K. Berglund, 2005). Mesta athygli 2003 vakti lítið loftrými í yfirborði vallarfoxgras-
túns og í 10-15 sm í eldra túni. Fyrsta hugmyndin var að við plægingu haustið 2001
hefði jarðvegur með þau einkenni, sem fundust í 10-15 sm í eldra túni 2003, orðið að
yfírborðsjarðvegi 2002 og hann er það enn í b- og e-lið. Jarðvinnsla hafði þó skilað
14% lofti í e-lið (1-6 sm) borið saman við 6% í a- og b-lið. Þegar grasi er sáð með
komi nær það ekki að mynda öflugt rótarkerfi. Vallarfoxgras gefur oft minni uppskera
þegar því er sáð með komi en þegar því er sáð hreinu (Hólmgeir Bjömsson og Þórdís
Kristjánsdóttir, 2004, bls. 33). Plöntumar verða öflugri án skjólsáðs og grasið hefur
safnað næringu eins og t.d. nitri sem nýtist til vaxtar um vorið (Hólmgeir Bjömsson,
1998). Önnur skýring gæti verið að jarðvegsbyggingin falli saman þegar rætur
byggsins deyja og grasrætumar em of veikar til að halda honum opnum. Hvemig sem
því er farið þá virðist vallarfoxgrastúnið hafa náð sér vel vorið 2004 og má segja að
það hafi einnig skilað sér í uppskeru (5. tafla). Frost vetrarins hafa eflaust gert sitt
gagn, en einnig er líklegt að rætur grassins hafi hjálpað til við að opna jarðveginn og
ánamaðka er þama að finna. Sams konar umskipti komu fram í mælingum á stöðugum
samkomum, í yfírborði (0-10 sm) strax í maí um vorið, en einkum í sýnum sem tekin
vom í júlí eftir að jörð þomaði (Brita K. Berglund, 2005). Rétt er að taka ffam að
umferð á tilraunareitunum hefur verið haldið í lágmarki og á a-lið var nánast engin
umferð árin á undan. Þekkt er að umferð þéttir jarðveg og dregur úr uppskeru (Óttar
Geirsson & Magnús Óskarsson, 1979). Áhrif hennar ná reyndar mun dýpra en nemur
plógdýpt og er erfítt að bæta þá skemmd.
Ræktun byggs án þess að plægja gafst ekki vel í þessari tilraun. Landið var herfað
tvisvar að vori og svo sáð. Þótt landið væri plægt 2001 var nokkuð um torfur í
yfírborði og spillti það yfirborðsvinnslu vorið 2003. Vinnsla sáðbeðar án þess að
plægja gæfist sennilega betur eftir að tún hefur verið plægt þrisvar, þ.e. gróðurtorfu
verið velt aftur upp og niður, en ólíklegt er að unnt sé að viðhalda nægilegri loftun
jarðvegs líkum þessum án þess að plægja a.m.k. annað til þriðja hvert ár.
142