Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 147
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Þáttur ræktunarskipulags í hagkvæmri fóðuröflun á sprotabúum
- kynning
Þóroddur Sveinsson
Landbúnaðarháskóli Islands, Möðruvöllum, 601 Akureyri
Inngangur
Árið 2002 fór af stað á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins rammaverkefnið
Ræktunarkerfi við íjölbreyttar aðstæður. Verkefninu var skipt upp í þijá megin
flokka; jarðveg, nytjajurtir og sprotabú. Þáttur ræktunarskipulags í hagkvæmri
fóðuröflun er fyrsta eiginlega sprotabúsverkefhið en það fór af stað 1. júlí 2004 og á að
standa til ársins 2008. Hér er ætlunin að kynna þetta verkefni ásamt hugmyndafræðinni á
bak við rannsóknir á svo kölluðum sprotabúum. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði
landbúnaðarins og Þróunarsjóði Landssambands kúabænda og samstarfsaðilar LBHI em
Búnaðarsamband Suðurlands og RáðgjafaþjónustaNorðausturlands.
Af hverju sprotabúsrannsóknir?
Rannsóknir sem unnar em í samstarfi við bændur eiga sér langa sögu hér á landi og þær
hafa verið stór hluti af starfsemi RALA og LBH á undanfomum ámm. Nýleg dæmi um
þannig verkefni em; úttekt á árangri maísræktunar, niðurfelling mykju með DGI tækni,
ísáning í gróin svörð, súrsun koms, komræktartilraunir og ýmis rúllubaggaverkefni. Þessi
verkefni em yfirleitt þröngt afmörkuð þar sem verið er að taka út, prófa eða þróa
nýjungar í búrekstrinum. Sambærileg verkefhi í nágrannalöndunum em t.d. Farm Test og
Landsforsogene á vegum Dönsku Ráðgjafaþjónustunnar eða tilraunahringimir í Noregi.
Sprotabú era af sama meiði en ólík að því leyti að þar er unnið að mun heildstæðari og
flóknari rannsóknum sem byggja á ítarlegri gagnasöfnun og skýrsluhaldi sem nær yfir
lengra tímabil. Markmiðið með sprotabúunum er að skapa traustan grunn fyrir þverfagleg
rannsókna-, þróunar-, og sýningaverkefhi á bújörðum í fullum rekstri. Þau eiga að vera
farvegur tækniyfirfærslu í landbúnaði - frá rannsóknum til raunvemleikans og vettvangur
þekkingarmiðlunar þar sem koma saman rannsóknir og reynsluvísindi. Sprotabúin eiga að
skapa virkari miðlun þekkingar og auka tengsl og vitund rannsóknarfólks varðandi þau
vandamál sem bændur glíma við.
Fyrirmyndir að sprotabúsrannsóknum er að fínna í mörgum löndum eins og t.d.
Studielandbrug í Danmörku, Focus Farms í Wales, Target/Monitor Farms á Nýja
Sjálandi og On Farm Research í Bandaríkjunum.
145