Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 157
íslenska kornræktín
Á tilraunaskeiði komræktarinnar (1981-2004) hafa bændur þreifað sig áfram með
vinnubrögð og verkhætti: Til ræktunarinnar tóku menn spildur í túnum sínum, gjaman
sem lið í endurvinnslu þeirra, enda það talin hyggileg leið fóðuröflunar (Áslaug
Helgadóttir og Jónatan Hermannsson 2001). Flestum varð snemma ljóst að greinin bar
ekki mikinn vélakostnað og góðu heilli hefur víða verið lögð áhersla á samnýtingu
véla til ræktunar- og uppskerustarfa, þó fráleitt hafí hagkvæmnimöguleikar verið
fullnýttir enn. Þorri bænda hefur votverkað komið, en tilraunir til þurrkunar hafa verið
gerðar. Ingvar Bjömsson álítur að haustið 2004 hafí þriðjungur komaflans verið
þurrkaður. Sölutölur própíonsýra benda til þess að meiri hluti votverkaða byggsins
hafi verið sýrður með henni, enda staðfest reynsla fyrir því að hún bætir verkun
votbyggsins (Þórarinn Leifsson og Bjami Guðmundsson 2002). Niðurstöður innlendra
fóðranarrannsókna benda til þess að kostnaður við verkun og geymslu ráði meira um
val verkunaraðferðar en mismunur á fóðurgildi súrsaðs og þurrkaðs byggs (Gunnar
Ríkharðsson og Einar Gestsson 1998; Jóhannes Sveinbjömsson 2004). Fyrstu árin
notuðu margir einfaldan vélbúnað en ríflegan vinnutíma til þess að valsa byggið og
gefa það enda víðast um magn að ræða sem aðeins dugði hluta vetrar. Nýleg dæmi era
hins vegar um bændur sem tæknivætt hafa fóðranarvinnuna til næstu framtíðar.
íslenska komtilraunaskeiðið hefur sýnt að víða má rækta bygg til viðunandi þroska í
flestum áram. Meðaluppskera komræktartilrauna RALA sl. 8 ár reiknast vera 4,3 ±
0,7 tonn þe. á ha (sjá frumgögn hjá Hákoni Sigurgrímssyni ofl. 2004). Markvissar
prófanir á yrkjum, kynbótastarf RALA og vaxandi kunnátta kombænda hafa aukið
öryggi og afrakstur ræktunarinnar. Skurðartíminn er enn nokkur áhættuþáttur þar sem
haustveður geta spillt komi við núverandi uppskeruhætti illilega svo sem dæmi sýna
(Óskar Kristjánsson 2001, Ingvar Bjömsson 2004, Bjami Guðmundsson 2005).
Komið er, eins og annað innlent fóður, í beinni verðsamkeppni við innflutt
kjamfóður, er skapað hefur þann verðsamanburð sem bændur hafa lagt til grandvallar
ákvörðun um eigin komrækt eða ekki. Komræktarskeiðið hefur sýnt að einungis með
ríkulegri uppskera og ýtrastu hagsýni í ræktunar- og verkunarútgjöldum, þar með talið
nýtingu véla, er unnt að skapa íslenska bygginu nauðsynlegt forskot í verði.
Verkun og geymsla byggs
I stóram dráttum era aðferðir við verkun og geymslu byggs tvær: þurrkun og
votverkun. Votverkunina má greina í tvennt: náttúrulega súrsun og sýringu en þá er
byggið sýrt með hjálparefnum, t.d. própíonsýra. Ymis má sýra byggið í
súrefnissnauðu umhverfi, líkt og hey í plasthjúpuðum rúllubagga, eða í „opinni”
geymslu, en þá þarf mun öflugri sýringu eigi byggið að geymast áfallalaust (Ekström
1992). Val á aðferð til þess að verka komið fer m.a. eftir því hvemig á að nýta það:
1. tafla. Tengsl verkunar- og nýtingarkosta koms
FÓÐURBYGG SÁÐBYGG MATBYGG
Þurrkun
Súgþurrkun + + +
Fœriþurrkun + + +
Hraðþurrkun (háhiti) + +
Votverkun + -b -b
155