Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 164
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
íslensk skógarúttekt
Amór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson
Rannsóknastöð skógrœlctar, Mógilsá, IS-116 Reykjavík.
í erindinu er fjallað um verkefnið íslenska Skógarúttekt sem hleypt var af stokkunum
haustið 2001. í Kyoto bókuninni er þess krafist að þjóðlönd leggi ffam upplýsingar
um kolefnisforða skóglenda og breytingar á honum. Þessar upplýsingar skulu byggja
á vísindalega viðurkenndum úttektum. Því var sett á laggimar landskógaúttekt hér á
landi með svipuðu sniði og í nágrannalöndum okkar til að mæta þessari kröfu.
Til em nokkuð nákvæmar tölur um árlegan fjölda ffamleiddra og gróðursettra
ttjáplantna auk þess sem gerðar hafa verið úttektir á náttúmlegum birkiskógum
landsins í tvígang á seinni hluta síðustu aldar. Þessi gögn em samt ekki nægjanlega
góð til að byggja á gróðurhúsabókhald íslenskra skóglenda.
Með starfsemi íslenskrar Skógarúttektar skal tryggt að ffam fari úttekt á öllum
skóglendum með vissu árabili þannig að fyrir liggi á hveijum tíma uppfærð gögn um
skóglendin og hvemig skógamir breytast ffá einum tíma til annars. Þessi gagnabanki á
að mæta þörf innlendra sem erlendra aðila um upplýsingar sem snúa að skógum og
skógrækt.
Önnur af tveimur meginuppsprettum gagna sem safhað er í landskógarúttektum em
upplýsingar um stærð (flatarmál), landffæðilega staðsetningu og afmörkun skóglenda.
Þessi hluti gagnaöflunar mun skila landffæðilegu upplýsingakerfí sem samanstendur
af staffænu korti af skóglendum íslands ásamt viðhengdum upplýsingum. Þær bjóða
síðan upp á möguleika á að útbúa mismunandi þema-kort s.s. fyrir ttjátegundir,
aldurssamsetningu, uppmna, o.s.ff. Seinni meginuppspretta gagna sem safnað er í
landskógarúttektum em vettvangsúttektir í úrtaki af skóglendunum. Sá þáttur
íslenskrar skógarúttektar er nú í undirbúningi og munu vettvangsúttektir hefjast í vor.
Lagt er út kerfisbundið úrtak af varanlegum mæliflötum sem mældir verða endurtekið
á fimm ára ffesti. Með kerfisbundnu úrtaki er átt við að fjarlægð á milli mæliflata er
alltaf sú sama og þeim því dreift jafnt og kerfisbundið um öll skóglendi á íslandi.
Hver mæliflötur verður 200 m2 hringflötur. Á því svæði verður safnað ýmiskonar
umhveríísupplýsingum sem varpað geta ljósi á lífffæðilega fjölbreytni svæðisins og
lýsa umhverfí þess í þaula s.s. gróðurfari, landformi, landgerð og jarðvegsgerð. Einnig
em gerðar nákvæmar mælingar á trjágróðri. Þetta em mælingar á hæð, þvermáli, aldri
og vexti svo eitthvað sé nefht. Þær eiga að gefa greinagóða lýsingu á skóginum og
vera gmnnurinn að útreikningum á viðarmagni, lífmassa og kolefnisforða í ttjánum.
Endurtekningar mælingar á sama stað munu síðan gera mögulegt að reikna út
raunvemlegar breytingar sem átt hafa sér stað á milli mælinga. Ekki er víst að í öllum
tilvikum verði aukning í forða t.d. má búast við minnkun á forða ef skógurinn hefur
verið grisjaður á milli mælinga. Kolefnisforði í öðmm gróðri og í jarðvegi verður
einnig metin annað hvort með beinni sýnatöku eða eftir lýsingum á gróðurfari,
jarðvegsdýpt og jarðvegsgerð.
Þessum gagnauppsprettum er síðan tvinnað saman og endanlegar upplýsingar verða
m.a. tölur um kolefnisforða íslenskra skóglenda og breytingar á þeim á milli tímabila
ásamt tölffæðilegu mati á nákvæmni þeirra.
Meginheimild:
Amór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson 2004. íslensk Skógarúttekt - Verkefhi um landsúttekt á
skóglendum á íslandi. Kynning og fyrstu niðurstöður. Skógræktarritið 2004 (2). Bls.101-108.
162