Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 167
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Gulvíðir og loðvíðir: rusl eða áhugaverður kostur í landgræðslu?
Kristín Svavarsdóttir og Ása L. Aradóttir
Landgrœðsla ríkisins
Skúlagötu 21
101 Reykjavík
Útdráttur
Rannsóknir á erfðabreytileika gulvíðis og loðvíðis og leiðum til að rækta þessar
tegundir á markvissan hátt hófust árið 1997 með söíhun á stiklingaefni víðs vegar af
landinu. Stiklingamir vom gróðursettir í sumarið 1998 í gamalt tún í Gunnarsholti á
Rangárvöllum og fleiri klónum bætt í safnið ári seinna. Ræktunartilraun var lögð út á
Geitarsandi á Rangárvöllum vorið 1999 þar sem prófaður var árangur þess að nota
heyþakningu og áburð við gróðursetningu á fjómm mismunandi plöntugerðum gulvíðis
og loðvíðis. Plöntugerðimar vom ársgamlar plöntur, vorgamlar plöntur, stiklingar með
rótarvísum og stiklingar án rótarvísa. Einnig var ræktun stiklinga án rótarvísa prófuð við
mismunandi aðstæður í einfoldum tilraunum sem lagðar vom út á 12 stöðum víðs vegar
um landið í júní 2000. Mikill breytileiki var í lifun, hæð og flatarmáli jafngamalla klóna
sömu tegundar í klónasafninu öll árin. I ræktunartilrauninni vom lifun og vöxtur plantna
háð meðferðum. Heyþakning hafði afgerandi áhrif á báðar tegundir eftir fjögur sumur
og skilaði meiri vexti en áburðargjöf. Árangur stiklingaræktunar var mismunandi eftir
aðstæðum en niðurstöðumar bentu til að þetta gæti verið góð leið til að koma gulvíði og
loðvíði til við erfiðar aðstæður. Rannsóknimar sýndu að vel er hægt að rækta gulvíði og
loðvíði í rým landi og vegna mikils breytileika í tegundunum er völ á efniviði sem
hentar fyrir mismunandi aðstæður og markmið.
Inngangur
Miklar breytingar hafa átt sér stað ffá því að skipulagt landgræðslustarf hófst á Islandi
fyrir nærri öld. Sigurður H. Magnússon (1997) skipti þeirri þróun upp í þrjú tímabil með
mismunandi áherslum. Á fyrsta tímabilinu (1907-1945) var baráttan við að stoppa
jarðvegsrof í öndvegi, þá tók við tímabil ræktunar (1946-1985) og á síðasta tímabilinu
(ffá 1985) telur hann að vistffæðilegar nálganir hafi orðið mikilvægari auk baráttunnar
við rofið (Magnússon 1997). Fjöldi tegunda sem notaðar hafa verið í landgræðslu hér á
landi er ffemur takmarkaður og er það m.a. vegna skorts á ffæi og ónógri þekkingu á
eiginleikum tegunda sem til greina gætu komið (Magnús H. Jóhannsson & Ása L.
Aradóttir 2004). Allt frá upphafi landgræðslustarfsins hefur melgresi (Leymus
arenarius) mikið verið notað til að hefta sandfok. Á ræktunartímabilinu sem hófst um
miðja síðustu öld var farið að nota ýmsar aðrar grastegundir, sérstaklega innfluttar
tegundir þar sem auðveldara var að fá fræ af þeim en innlendum tegundum.
Beringspuntur (Descampsia beringensis) hefur verið ræktaður til frætöku hér á landi en
rauðvingull (Festuca rubra), vallarsveifgras (Poa pratensis) og rýgresi (Lolium
multiflorum) eru dæmi um tegundir sem mikið magn ffæs hefur verið flutt inn til
notkunar gagngert til landgræðslu (Magnús H. Jóhannsson & Ása L. Aradóttir 2004).
Auk þessara tegunda hefur lúpína (Lupinus nootkatensis) verið ræktuð hérlendis til
ffætöku. Þessar tegundir eiga það sameiginlegt að vera ffemur fljótvaxta, sem hefur
verið álitið kostur í ræktun, og er það ein skýring þess að fremur hefur verið einblínt á
innfluttar tegundir en innlendar, sem jafnvel hafa verið taldar nær gagnlausar.
165