Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 168
Ástand lands þar sem unnið er að landgræðslu
getur verið allt frá því að vera mjög slæmt með
litla gróðurhulu, rýran jarðveg og verulega skerta
starfsemi og til lands þar sem gróðurþekjan hefur
rofnað og vistkerfmu hnignað en fáar tegundir
tapast. Það er því háð aðstæðum og markmiðum
hvort nota þurfi utanaðkomandi tegundir. Við val
á landgræðslutegundum ber að taka mið af
markmiðum aðgerðanna og umhverfisaðstæðum,
auk eiginleika tegundanna. Á síðari árum hefur
þróunin orðið sú að í vaxandi mæli er litið til
innlendra tegunda (t.d. Whisenant 1999; Magnús
H. Jóhannsson og Ása L. Aradóttir 2004) þar sem því verður við komið til að flýta fýrir
ffamvindu náttúrulegra vistkerfa og að minnka áhættuna á ágengum tegundum þar sem
það á við. Lykiltegundir sem skapa skjól og geta safnað snjó og næringarefhum auk
þess að hafa áhrif á vatnsbúskap gegna stóru hlutverki í gróðurframvindu. Dæmi um
slíkar lykiltegundir í innlendu flórunni eru birki (Betula pubescens) og víðir (Salix spp.)
(Magnús H. Jóhannsson og Ása L. Aradóttir 2004; 1. mynd).
1. mynd Víðbrúskar safha í sig snjó að
vetri til. Myndin er tekin við Vakalág á
Rangárvöllum. (Ljósmynd: Anne Bau).
Árið 1998 hófst samstarfsverkefni fjögurra stofnanna, Landgræðslu ríkisins,
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá
og Náttúrufræðistofnunar íslands um rannsóknir á gulvíði (Salix phylicifoliá) og loðvíði
(S. lanata). Markmið rannsóknanna var að afla þekkingar á líffræði og vistfræði
innlendra víðitegunda svo og ræktun þeirra til að auka möguleika á víðtækri notkun
þessara tegunda við uppgræðslu og landbætur. Verkefninu var skipt upp í fimm
verkþætti (Ása L. Aradóttir o.fl. 1999) og er unnt að líta á hvem þátt sem sjálfstætt
verkefni. Hér verður gerð grein fýrir þeim þáttum rannsóknarinnar sem snúa að ræktun
og erfðabreytileika tegundanna. Markmið þessara þátta var að þróa aðferðir við ræktun
gulvíðis og loðvíðis við erflðar aðstæður og að kanna breytileika í tegundunum.
Efniviður og aðferðir
Fjórar mismunandi plöntugerðir gulvíðis og loðvíðis og áhrif áburðar og þakningar á
árangur af ræktun þeirra á gróðurlitlum sandmel vom prófuð í tilraun á Geitasandi á
Rangárvöllum. Plöntugerðimar vora forræktaðar plöntur sem ræktaðar vora í
gróðurhúsi, annars vegar í ár og hins vegar í sex vikur, og tvær gerðir stiklinga sem vora
klipptir í nágrenninu og gróðursettir strax eða geymdir í vatni í nokkra daga fýrir
gróðursetningu. Tólf plöntur vora gróðursettar í hveijum reit vorið 1999. Uppsetningin
var fjögurra þátta tilraun (4-way factorial) með deildum reitum (split plot) og fimm
endurtekningum. I hverri endurtekningu vora tveir stórreitir, með og án heyþakningar,
hver þeirra skiptist síðan niður í 16 smáreiti. í áburðarreitum vora 7 g af áburði (Gróska
II) borin á hvem stikling en 14 g á forræktaðar plöntur. Ástand plantnanna í
tilraunareitunum var tekið út haustin 1999, 2000, 2001 og 2002. Þá var lifun og þróttur
allra plantna skráð og var notaður flmm flokka einkunnarkvarði við mat á þrótti, þar
sem dauðar plöntur fengu einkunnina -1, grannar plöntur með aðeins 1 -2 lifandi bram
fengu einkunnina 0, plöntur með fá lifandi bram og lítil blöð fengu einkunnina 1,
plöntur með mörg bram og heilbrigð blöð fengu einkunnina 2 og kröftugar plöntur með
stór heilbrigð blöð og mörg bram fengu einkunnina 3.
Til að prófa árangur af notkun stiklinga við mismunandi aðstæður var komið upp
einföldum tilraunum á 12 stöðum á landinu sumarið 2000. Stiklingar af gulvíði og
166