Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 170
beint en neðri gröfm sýna plöntur sem gróðursettar voru í heyþakningu.
Fyrstu tvö árin fengu hlutfallslega flestar plöntur gulvíðis og loðvíðis einkunnina 2 í
þrótt en eftir það fjölgaði mikið plöntum sem fengu 3, sérstaklega plöntur sem voru
gróðursettar í heyþakningu (2. mynd). Haustið 2002 var munurinn milli meðferða
marktækur (p<0,001).
Öaðvíðir (Salix phylieijotia) Loðviðir (Sattx 'ui/ata)
3. mynd. Hlutfall plantna með einkunnimar 1-3 fyrir þrótt á tímabilinu 1999 til 2002 í ræktunartilraun á
Geitarsandi á Rangárvöllum. Tilraunin var sett upp vorið 1999 og mælingar fóru ffam á haustin. Plöntur
sem gróðursettar vom í heyþakningu em sýndar með heilum línum en plöntur án þakningar með
brotalínum.
Haustið 2001 var flatarmál víðiplantna rúmlega 240 cm2 en stærðin var háð
tilraunaþáttunum. Stiklingar voru að meðaltali 151±15,2 cm2 og forræktaðar plöntur
voru um helmingi stærri. Bæði þakning og áburðargjöf höfðu marktæk áhrif á stærð
plantna hjá báðum tegundum en meiri áhrifa gætti hjá gulvíði en loðvíði og áhrif
heyþakningar voru meiri en af áburðargjöf. Flatarmál gulvíðiplantna án heyþakningar
var að meðaltali 72±8,6 cm2 en 414±51,9 cm2 í heyþakningu og flatarmál loðvíðiplantna
var 109±15,8 cm2 án og 371±36,0 cm2 með heyþakningu. Gulvíðiplöntur sem fengu
ekki áburð við gróðursetningu voru að jafnaði með 152±30,8 cm2 flatarmál en plöntur
sem fengu áburð 334±53,7 cm2. Loðvíðiplöntur án áburðar voru 190±31,8 cm2 og
plöntur með áburði 292±36,2 cm2.
Lifun plantna í stiklingatilraununum var breytileg eftir tilraunasvæðum. Af 12 svæðum
var það aðeins á Héraðssandi sem tilraunin mistókst alveg en þar var einungis ein planta
lifandi fyrsta haustið. Meðallifun gulvíðis yfir allar tilraunimar fyrsta haustið var
45±2,3% en hún var heldur lægri hjá loðvíði 35±1,9%. Mesta lifun hjá báðum tegundum
var í Skógey í Homafirði, þar sem 84±4,5% gulvíðiplantna og 74±6,3% loðvíðiplantna
var lifandi í lok fyrsta sumars. Vetrarafföll vom mismikil á milli svæða, allt ffá nær
engum afföllum á Gijóthálsi í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og upp í um 80% afföll
á Hólasandi í Suður Þingeyjarsýslu. Yfir allar tilraunimar urðu að meðaltali 23±2,8%
afföll hjá gulvíði og 36±2,8% hjá loðvíði. Á öðm ári var enn mest lifun í Skógey,
76±5,0% hjá gulvíði og 59±6,0% hjá loðvíði.
Mikill breytileiki var í hæð og flatarmáli jafhgamalla klóna af sömu tegund í
klónasafninu í Gunnarsholti. Sex ámm eftir gróðursetningu var meðalhæð
gulvíðiplantna komin í 79 cm (4. mynd) og var hæsti klónninn að meðaltali 130 cm á
168