Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 182
Kálæxlaveiki á íslandi
Garðyrkja
Kálæxlaveiki hefiir að öllum líkindum borist til landsins í bytjun 20. aldar eða jafnvel fyrr
(Ingólfur Davíðsson, 1947). Geir Gígja og Ingólfur Davíðsson (1947) segja hana útbreidda í
Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjavík og víðar og taka ffam að bannað sé að flytja
tegundir af krossblómaætt með rót af sýktum svæðum. Ingólfur Davíðsson (1947; 1962) segir
að kálæxlaveikin sé útbreidd, einkum í landi garðyrkjustöðva t.d. í Hveragerði, Laugarvami,
Syðri-Reykjum, Vestmannaeyjum, Hvammi í Hrunamannahreppi og víðar. Hennar hafði
einnig orðið vart í Vík í Mýrdal, á Eyrarbakka, Reykholti og víðar í Borgarfirði, Fróðastöðum
í Mýrasýslu, Lækjamóti og sennilega fleiri bæjum í Húnavatnssýslu (Ingólfur Davíðsson,
1947). Ingólfur hvatti menn til að loka sýktum görðum með grasi og væntanlega hefur veikin
því dáið út á einhverjum þessara staða.
Auk þeirra staða sem hér voru nefndir hefur sjúkdómurinn verið til í Mosfellssveit, á
garðyrkjuskólanum á Reykjum og fleiri garðyrkjubýlum í Ölfusi, Flúðum í
Hrunamannahreppi og fleiri garðyrkjubýlum þar í sveit. Garðyrkjubændur á Flúðum hafa
tekið land til kálræktar á leigu hjá bændum í nágrenni Flúða. Þetta land virðist smitast af
kálæxlaveiki á nokkrum árum. Flúðasvæðið er sem stendur helsta ræktunarsvæði landsins
fyrir kál til manneldis. Þar er kálæxlaveikinni því haldið við og þaðan getur hún breiðst til
annarra staða, með fólki, plöntum og tækjum. Nýlega fannst sjúkdómurinn á garðyrkjubýli í
Laugardal í Amessýslu.
Fóðurkál
Það var svo haustið 2003 sem veikin fannst í fóðurkáli undir Austur-Eyjafjöllum. Bændur á
tveimur bæjum létu vita af lélegri uppskeru í fóðurkálsökmm og við skoðun kom í ljós mikil
sýking af kálæxlaveiki. Þegar það lá fýrir var farið á fleiri bæi í sveitinni eða haft samband
við bændur og þeir beðnir um að skoða kálakra sína. Þá kom í ljós að sýktar plöntur vom í
kálökmm á fleiri bæjum þó veikin væri ekki á jafn háu stigi og í ökmnum sem fyrst vom
skoðaðir. Flestir bændur nota tæki sem búnaðarfélögin eiga þannig að smit berst auðveldlega
á milli bæja. Miðað við útbreiðslu veikinnar var greinilegt að hún hafði verið að búa um sig í
sveitinni í nokkur ár.
I framhaldi af þessu var rituð grein í Bændablaðið þar sem greint var frá þessu,
sjúkdómnum lýst ásamt vamaraðgerðum og menn beðnir um að láta vita ef merki sæjust um
hann. Tilkynning um sjúkdóminn barst úr Gaulveijabæjarhreppi og undan Vestur-
Eyjafjöllum. Einnig var leitað að veikinni í nokkmm sveitum á Suðurlandi, Austur-
Landeyjum og Fljótshlíð í Rangárvallasýslu og Sandvíkurhreppi, Gaulveijabæjarhreppi og
Villingaholtshreppi í Ámessýslu. Enn fremur Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Veikin
reyndist vera á a.m.k. þremur bæjum í Gaulveijabæjarhreppi og nokkmm bæjum undir
Vestur-Eyjafjöllum auk Austur-Eyjafjalla. Sýktar plöntur fundust ekki í hinum hreppunum í
þessari ferð.
Fleiri greinar vom skrifaðar í Bændablaðið til að vekja athygli á þessu, ennffemur í
Fréttabréf Búnaðarsambands Suðurlands og Handbók bænda. Þá var haft samband við
ráðunauta um allt land og þeir beðnir um að kanna þetta á sínum svæðum. Fundir vom
haldnir með bændum undir Eyjafjöllum og í Gaulveijabæjarhreppi. Menn vom hvattir til að
loka öllum sýktum spildum með grasi og hreyfa ekki næstu 7 árin. Enn ffemur vom menn
hvattir til að sá ekki tegundum af krossblómaætt í spildur sem unnar höfðu verið með tækjum
Búnaðarfélaganna.
í ársbyijun 2004 var sótt um styrk til Framleiðnisjóðs til ffekari skoðunar á útbreiðslu
180