Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 189
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Landslagið er auðlind
Auður Sveinsdóttir og Hildur Stefánsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
í þessari grein er leitast við að draga fram helstu áhersluatriði varðandi mikilvægi
landslagsins og fjallað um leiðir til þess að skilgreina það sem auðlind.
Landslagið sem umlykur okkur hefur mikil áhrif á liðan okkar - breytingar eiga sér
stað - oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því - hvers vegna og hvemig.
Landslagið er ramminn utan um líf okkar - innan hans búum við, vinnum og eigum
okkar ffístundir. Rannsóknir sýna að landslagið skiptir miklu máli fyrir vellíðan og
upplifun og það að eiga rætur, samastað. En hversu meðvituð emm við um þau gæði
sem felast í landslaginu, hvemig er farið með þessi gæði og hvemig vitum við hver
þau em.
Er landslagið einhvers metið eða virt þegar verið er að taka pólitískar ákvarðanir t.d.
með staðfestingu skipulags- og byggðaáætlana?
Landslag er myndað og mótað af löngum og flóknum ferlum bæði náttúmlegum og
manngerðum og það kann að vera ástæða þess að erfitt er að taka afstöðu um vemdun
og umönnun þegar til ákvarðanatöku kemur.
Eins og landslagið er flókin samsetning ólikra þátta, þá em landslagsffæðin það
einnig. Við mat á landslagi er hægt að beita ólíkum aðferðum - það er t.d. hægt að
nálgast það útfrá sjónrænu mati og upplifunargildi eða útffá lífeðlisffæðilegum
nálgunum.
Landslagsgreining
Um 1921 er bent á nauðsyn þess að skipuleggja ný íbúðarhverfí með tilliti til
landslagsins (SOU -rapport “Praktiska och hygieniska bosteder), og bók Ian McHarg
1971, “Design with Nature” verður einn mikilvægasti áhrifavaldur í skipulagsffæðum
varðandi það að flétta saman skipulag og náttúmvísindi - þróa greiningaraðferðir
útffá vistffæði og öðmm náttúruvísindum og er í dag ennþá þýðingarmikill hluti af
aðferðum við landslagsgreiningu.
Ein greiningaraðferð er svokölluð sjónræn greining og meðal helstu áhrifavalda þar,
hafa verið Gordon Cullen í bók sinni “Townscape” 1959, og Kevin Lynch, 1960 “
The Image of the City”.
Samkvæmt Stahlscmidt, P., er landslagsgreining það að greina allar aðstæður/ atriði í
smábúta til þess síðan að raða saman aftur eftir ákveðnum kerfum - sem undirstaða að
skipulagi svæðis hvort sem um er að ræða vemdun / varðveislu eða breytingu á
landnotkun.
A síðustu áratugum hafa síðan rannsóknir í landslagsffæðum aukist vemlega og vaxið
fiskur um hrygg og fjöldamargar rannsóknir og aðferðir hafa verið og em gerðar í
þeim fræðum, til að undirstrika þá staðhæfíngu að landslag skiptir okkur máli og er
einhvers virði. Sem dæmi má nefha að um 37 svör komu upp þegar leitarorðið
“landskapsanalys” var slegið inn (Schibbye; Landskap i fokus 2001).
187