Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 194
Skipting í landslagsheildir og svæði með svipuð sérkenni
Býli og ræktað umhverfi
Svæðin í kringum byggingar á bújörðum em oftast þaulnýtt á allan hátt. Ef ekki er um
að ræða ræktað tún þá er það beitarhagi, jafnvel áborinn eða gerði með hörðu
yfirborði (möl eða steypu). Viðkvæmni svæðisins felst að mestu í tveimur ógnunum.
Annars vegar að búskapur leggist niður og þá tapast vissulega töfrar hins myndarlega
býlis, hins vegar að skógrækt sem rangt er staðið að, skemmi heildarmyndina. Aftur á
móti getur skjólbeltarækt þar sem túnin em nokkum vegin römmuð inn, virkað sem
tilvísun til gömlu túngarðanna. Þannig má lyfta túnunum upp og skerpa skilin á milli
þeirra og úthaganna. Ef byggð myndi leggjast af á einu eða fleiri býlum, er mikil
hætta á að landslagsheildimar tapi styrkleika sínum sem er heildin.
Arumhverfi
Margar ár falla til sjávar í Þistilfirði, en stærstar em Hafralónsá, Hölkná, Sandá og
Svalbarðsá. Allar em þetta svipaðar bergvatnsár, frekar straumharðar með mjög
grýttum botni og umhverfi. Þær renna oft í giljum eða djúpum farvegi og hallandi
mýrardrög em gjaman þeirra nánasta umhverfi. Ámar deila landinu í afmörkuð svæði,
þar sem þær renna nokkuð samhliða frá íjöllum til sjávar. Landamerki em oft miðuð
við ámar og eins og áður sagði em þær það vatnsmiklar og farvegir þeirra erfiðir
yfirferðar að þær auðvelda fjárgæslu til muna.
Segja má að nýting áa sé í ágætum farvegi í sveitarfélaginu þó vissulega mætti á
margan máta auðvelda aðgengi almennings að ánum. Þá er ég ekki að hugsa um
stangveiði, heldur gönguleiðir, tjaldsvæði og grillaðstöðu, svo eitthvað sé nefnt.
Heiðarlönd og fjöll
Heiðarlönd Þistilfirðinga er víðlönd og henta vel til sauðfjárbeitar. Þau em af sumum
talin með þeim betri á landinu, þó hefur mikil fjölgun í sumum heiðunum valdið því
að dilkar þar koma léttari af fjalli en í næstu heiðum. Landgræðslufélag hefur verið
stofnað með það að markmiði að spoma gegn eyðingu jarðvegs í Dals- og
Hvammsheiði.
Viðkvæmni svæðisins er mikil. Mosaþembur inn við fjöll em áratugi að loka sámm
sem myndast í svörðinn og þol vegaslóða fyrir umferð er mjög takmörkuð. Allur
gróður vex hægt svo skemmdir á honum em að sumu leyti varanlegar og geta leitt til
meiri vanda, þ.e. uppblásturs úr sámm. En sauðfjárbeitin hefur áhrif við að halda
gróðrinum á viðkvæmu stigi. Þrátt fyrir að sauðkindin skemmi ekki beint þá heldur
hún gróðrinum í stressástandi með sífelldri beit, svo lítið má útaf bera svo afturför
verði. Beitarstýring er aðgerð sem bændur verða að vera samstíga í, að minnst kosti í
hlutum sveitarinnar. Það að sleppa ekki fé fyrr en bmmin hafa náð að springa út gæti
virkað eins og vitamínsprauta fyrir gróðurinn og þannig gæti jafnvel verið um gróða
að ræða þegar upp er staðið. Einnig þarf að gera gönguleiðakort með nákvæmum
lýsingum, ef ekki einhverri lágmarksmerkingu um heiðamar, þannig að aðkomu- og
ferðafólk sjái sér fært að njóta svæðisins, fótgangandi.
Fjörur og strandsvæði
Fjömr í Þistilfirði em að mestum hluta gijótfjörur eða klettar í sjó fram, nema á
fjórum stöðum þar sem sandfjara er; við Gunnarsstaði, á Dalsmelunum, í Sandvík og
192