Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 195
við Sævarland. Fiskur gengur langt inná grunnsævið svo ofit fískast vel sem og laxinn
sem gengur uppí ámar.
Fjörur Þistilfjarðar em ónýttur útivistarheimur, þar sem margar gerðir yfirborðs og
sífellt nýjar, spennandi víkur og vogar taka við. Merktar gönguleiðir sem visa á prílur
yfír girðingar og vöð yfír ár, sem og merkingar á gömlum sjávarborgum eða býlum, er
nýjung í afþreyingarmöguleika svæðisins sem ekki þarf að kosta mikið. Má þegar sjá
slíkt verk við Rauðanes.
Landslagið sem grunnur að atvinnuþróun
Lega sveitarinnar, landslag, gróðurfar og gamlar sögur benda til þess, að sauðkindin
hafí allt ffá landnámi verið megin lifíbrauð þeirra sem Þistilfjörðinn byggja. Víðast
hvar á landinu hafa fyrmm sauðfjárræktarhémð vaxið sinu og snarrót, og glatað
ummerkjum sauðkindarinnar til annars búskapar sem mikið er stundaður núna,
skógrækt. Búskapur getur verið afar fjölbreytileg landnotkun, en meginmarkmið
hlýtur að vera góð umhirða lands sem jafnffamt eykur við höfuðstól þess sem nýtir
landið.
Þistilfjörður sem rótgróið sauðfjárræktarhérað, með aflíðandi ásum, lyngmóum,
mýmm og melum, myndi breytast mjög ef við rætur hlíðanna væri dökkgræim
hávaxinn skógur og laxveiðiámar sæjust illa fyrir laufþykkni. Ef rangt er staðið að
skógrækt gæti ásýnd Þistilljarðar breyst ffá því að vera dæmigert menningarlandslag
sauðíjárræktar og í að verða skógræktarsvæði. Það gæti dregið úr þeim
landslagsverðmætum sem sauðfjárræktarlandslagið er sem sú tegund
menningarlandslags sem e.t.v. er áhugi fyrir að halda í og gefur sveitinni gildi og
jafnframt sérstöðu.
Menningar- og búsetuminjar s.s. gamlar leiðir og götur, byggingar, hleðslur og önnur
stök fýrirbæri má víða fínna hér og þar um landið. Margur gæti hugsað að ekki sé
nauðsynlegt að vemda eða hlífa þeim þar sem nóg sé til af þeim, en eyðist það sem af
er tekið. Bæði maðurinn og önnur eyðingaröfl, s.s. vindur, vam og tími, vinna stöðugt
að því að bijóta niður, slétta og gleyma, svo ef ekkert væri aðhafst myndu sögumar
glatast, tættumar gleymast og veggimir hverfa í gras. Við tökum við þessum arfí ffá
forfeðrum okkar og ber því skylda að koma honum óskemmdum til bama okkar.
Vinnuáætlun til að styrkja verðmætasköpun, vellíðan og sérstöðu byggðarinnar
Anægja, vellíðan og ömgg byggð, er viss hvatning til frumkvöðlastarfs og að fólk leiti
nýrra leiða við að skapa sér atvinnu, þar sem lítið er af henni. Heimamenn verða að
vera meðvitaðir um auðlindina sem landið þeirra er, sérstöðuna sem þeir hafa í þeirri
menningu sem sauðíjárræktin hefur verið og er og þeir þurfa einnig að sýna samstöðu
í stefhumótun og ffamkvæmdum er varða byggðaþróun. Þannig geta skapast ný
atvinnutækifæri, ef fólk sér verðmætin sem liggja í umhverfi þeirra. Kraflurinn kemur
að innan.
Niðurstöður
Sérstaða byggðarinnar felst tvímælalaust í langri sögu ræktunar sauðkindarinnar og
þeirri landnýtingu sem henni fylgir - sögu sem hefur mótað landslag og náttúmfar
sveitarinnar í um 600 ár og gerir enn í dag. Aðallifíbrauð sveitunga er sauðkindin.
Landslagsgreiningu tel ég vera öflugt verkfæri til styrkingar byggðar þar sem fólkinu
hefur fækkað, aðalatvinnuvegurinn stendur ekki nógu vel og ffamboð á atvinnu og
möguleikum fýrir ungt fólk er ekki nógu spennandi. Með markvissri vinnu, sem miðar
193