Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 197
Fræðaþing landbúnaðarms 2005
Þróun búfjárhalds og gróðurfars í Hvítársíðu og Hálsasveit
Anna G. Þórhallsdóttir og Bjöm Þorsteinsson
Landbúnaðarháskóla Islands
annasudruníajhvannevri. is: biorn(a),hvannevri. is
Útdráttur
Raktir eru helstu þættir í þróun búijárhalds á landinu frá upphafí og borið saman við
þróun búfjárhalds á 5 bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit í Borgarfirði. Áhöfn jarðanna á
18. og 19. öld er borin saman við gamla jarðamatið og metið hvort áhöfnin sé í samræmi
við það. Dregnar eru fram lýsingar á gróðurfari sveitanna frá 18. öld og þær bomar
saman við gróðurfarið eins og það var kortlagt af Rala 1971. Gróðurkortið frá 1971 er
síðan borið saman við gróðurfarið eins og það var metið árið 2001.
Inngangur
Við höfum fyrir okkur í dag land sem er víða einungis hálfgróið, sums staðar algróið og
annarsstaðar nær bert. Oft á tíðum höfum við enga skýringu á af hveiju svo háttar, af
hveiju mun meiri gróðurhula er á einum hluta fjallshlíðar en öðmm. Á Islandi hefur beit
og samspil beitar og veðurfars verið ráðandi um gróðurfar. Á köldum tímabilum hefúr
viðnám gróðursins verið minna og meiri hætta verið á gróðurskemmdum af völdum
beitar. En bústofninn sveiflaðist lengi einnig með veðurfarinu, féll í köldum ámm og
fjölgaði er hlýnaði. Greining á búfjárfjölda og þar með beitarálagi á hverju tímabili með
hliðsjón af veðurfari ætti að gefa vísbendingu um á hvaða tímabilum beitarálag hefur
verið mikið og þar með hugsanlegar gróðurskemmdir. Einnig ætti samskonar greining á
einstökum stöðum eða bæjum kannski að geta skýrt að nokkm það gróðurfar sem þar er
að finna í dag.
Sá sem fer um Hálsasveit og Hvítársíðu í dag verður ljóst að gróðurfar innan sveitanna er
mjög breytilegt. Gróskumiklir birkiskógar em víða, en einnig em þar berir melar og hlíð
Hvítársíðu er mjög misvel gróin. Spumingin er hvort hægt sé að skýra að einhveiju
marki gróðurfarið í dag út ftá beitarsögu einstakra jarða. Til dæmis em teknir 5 bæir þar
sem þróun bústofhsins er rakin og borin saman við gróðurfarið á jörðunum, fyrst eins og
því er lýst 1709, þá á 7. áratug 20. aldar og aftur 2001.
Búfjárþróun á landinu - Nautgripir
Þorvaldur Thoroddsen hefiir eftir Þorkatli Bjamasyni í Lýsingu Islands (1919) að
kúafjöldi á söguöld hafi verð 5-6 sinnum meiri en á 19. öld og telur að þá hafi verið um
80 þúsund kúa og 55 þúsund geldneyti í landinu. Þorvaldur telur varla fjarri sanni að á
Sturlungaöld hafi verið um 100 þúsund nautgripir í landinu. Ætluð var ein kú fyrir hvem
heimilismann og kúgildi (hundmð - sjá síðar) sögðu til um framfærslugetu jarðarinnar.
Nautgriparæktin var svo þýðingarmikil að um hana gilti samábyrgðarvátrygging en
samkvæmt Grágás skyldu hreppsmenn bæta manni skaða er féll meira en fjórðungur
nautfjár hans. Engin vátrygging var á sauðfénaði. (Þorvaldur Thoroddsen 1919).
Nautpeningi fækkar ekki á næstu öldum, fjölgar jafhvel á 14., 15. og 16. öld en frá þeim
tíma em einungis til tölur um kvikfénað klaustra, kirkna og biskupsstólanna og jarða
195