Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 198
þeirra. Það er ekki fyrr en á 17. öld sem nautgriparæktinni fer að fara aftur og
nautgripum að fækka. Kemur þar til breytt búskaparlag, óhagstæð verslun (einokun) og
verra árferði (Þorvaldur Thoroddsen 1919). Erlendir kaupmenn vildu helst ekki taka
nautgripi og fór verð þeirra lækkandi, en 7-8 vetra uxi var 440 fiska virði í Búalögum frá
1460 en í kaupsetningunni 1619 er hann verðlagður á 300 físka (Jón J. Aðils 1971).
Villiuxar og geldneyti voru, frá fomu fari, á afréttum og útigangi. Sá háttur hélst alveg
ffam á 18. öld og ráku borgfirðingar geldneyti á Amavatnsheiði og Uxahryggi fram yfir
1750 (Þorvaldur Thoroddsen 1919).
Þegar fyrsta búfjártalningin fer ffarn 1703-1712 em 36 þúsund nautgripir í landinu - eða
um þriðjungur þess sem ætla má að hafi verið á 13.-15. öld. Móðuharðindin komu hvað
verst niður á nautpeningi. Arið 1783 er hann talinn 20 þúsund en ári seinna, 1784 er hann
kominn í 10 þúsund og hefur aldrei farið neðar. Síðan fjölgar nautgripunum og em þeir
komnir í 23 þúsund aldamótaárið 1800. Alla 19. öldina er nautgripatalan í landinu á
bilinu 20-27 þúsund gripir, með fáeinum undantekningum. Hámark næst um miðbik
aldarinnar, 31 þúsund kalda árið 1859, en fækkar síðan og endar í 20 þúsund í lok
aldarinnar. Á 20. öld er nautgripafjöldinn einnig milli 20-30 þúsund fyrstu áratugina en
fer að fjölga á þriðja áratug aldarinnar, og er kominn í 45 þúsund árið 1950, 53 þúsund
árið 1960 og 75 þúsund árið 1990. Breytingin síðustu áratugi er aðallega fólgin í
aukningu geldneyta á nýjan leik. Árið 1990 er um helmingur nautgripanna geldneyti, en í
tölunum fyrir 19. öldina var hlutfallið yfirleitt fjórðungur eða minna af geldneytum á móti
mjólkurkúnum. Nautgriparæktin hefur þannig færst nær því sem áður var, með mikið af
geldneytum á beit, off úthagabeit og jafnvel útigangi. Munurinn er hins vegar að nú em
geldneytin ekki á afféttum og þeim er gefið með vetrarbeitinni svo beitarálag af þeirra
völdum er ekkert sambærilegt við það sem áður var (Hagstofa Islands 1997).
Búfjárþróun á landinu - Sauðfé
Sauðfé var mjög mikilvægt á fyrstu öldum byggðar vegna ullarinnar, enda vaðmál
aðalkaupeyrir íslendinga ffam á fjórða tug 14. aldar, þegar skreið tekur við sem
aðalútflutningsvaran (Bjöm Þorsteinsson 1956). Verð á sauðfé var það sama um aldir.
Sex ær, loðnar og lembdar, eða 12 sauðir jafngiltu kúgildi. Lengi framan af var mun meiri
sauðaeign (geldingar) en síðar varð og ekki óalgengt að um helmingur fjárstofnsins væm
sauðir. Bæði vom sauðimir harðari af sér á útigöngu og þeir gáfu líka mun meiri ull en
mylkar ær. Ekki em til áreiðanlegar heimildir um fjölda sauðfjár eða annars búpenings í
landinu fyrr en 1703. Helst er hægt að ráða í fjölda sauðfjár út ffá skráðum fjárfjölda
biskupsstólanna, klaustranna og kirkjustaða. Ljóst er af þessum gögnum að sauðfé var
hlutfallslega mun færra á fyrstu öldum Islandsbyggðar en sfðar varð (Þorvaldur
Thoroddsen 1919). Margar kirkjur á 13. og 14. öld em skráðar með 100-150 ær en yftr 20
kýr. Árið 1185 em í Reykholti 150 ær og í Vallamesi em skráð á kirkjuna 150 kindur árið
1270 (Þorvaldur Thoroddsen 1919). Sama virðist vera uppá teningnum á 15. og 16. öld.
Þá er sauðfjáreignin enn tiltölulega lítil miðað við nautgripafjölda sem þá var og
sauðfjárfjölda á 19 og 20. öld. Árið 1446 em á Reynistað skráðar 240 ær og 220 sauðir en
einnig 210 nautgripir.
Litlar heimildir em til um 17. öldina, sem var mikil harðindaöld, byijaði með Lurki
(1601), sem Hannes Finnsson (1796) segir hafa verið .. “aftakaharður frá jólum um allt
196