Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 199
Island, hafísar og grasleysi með almennilegum peningafellir”, Píningsvetri (1602) og
Eymdarári (1603). Skráð er klæðaleysi í Borgarfirði 1607 vegna ullarleysins sem kom til
vegna fjárfellisins. Árið 1615 féll nær allur útigangspeningur, aftur 1624. Veturinn 1625
er nefhdur Svellavetur, 1630 Jökulvetur og 1633-1634 er skráð “hrun og niðurfall
peninga” (Hannes Finnsson 1796). Veturinn 1696 var nefhdur Hestabani. Þann vetur
missti Þórarinn í Forsæludal 240 hross af 300, eða 80%. Hannes Finnsson segir um
þennan vetur að “sumsstaðar hafi hvorki staðið eptir hross né sauður “. Af þessum
heimildum má ráða að sauðfjárfjöldi landsmanna hljóti að hafa verið í lágmarki nær alla
17. öldina.
Árið 1703 teljast 280 þúsund kindur í landinu, þar af 169 þúsund ær og 111 þúsund sauðir
(Hagstofa íslands 1997). Ekki eru til áreiðanlegar tölu um fjárfjöldann á fyrri hluta 18.
aldar, en af heimildum má ráða að fé hafi þá fjölgað verulega og ber þeim saman um
mikla sauðfjáreign einstakra manna og er mestipartur skattbænda talinn eiga 100-300 fjár
(Þorvaldur Thoroddsen 1919). Árið 1760 berst fjárkláðinn fyrri til landsins og fækkaði fé
vegna hans um allt land áratuginn á eftir, úr 357 þúsund árið 1760 í 140 þúsund árið 1770
eða um 60% (Hagstofa íslands 1997).
Niðurskurður vegna fjárkláðans var ákveðinn og ffamkvæmdur 1772-1779. Hin mikla
fækkun fjár á landinu olli ekki aðeins bjargræðisskorti hjá mörgum heldur einnig og ekki
síður kom ullar- og skinnaskortur verulega niður á landsmönnum um og eftir fjárskiptin
(Bjöm Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir 1989). Ekki var sauðfé mikið farið að
fjölga þegar Móðuharðindin dundu yfir 1783. Fyrir Móðuharðindin er talið að fjárfjöldinn
hafi verið kominn í 236 þúsund en áriðl784 voru aðeins eftir 50 þúsund. Við talninguna
1791 teljast vera um 154 þúsund kindur í landinu og aldamótaárið 1800 er fjárfjöldinn
kominn í 304 þúsund. Fyrstu ár 19. aldarinnar vom hins vegar felliár og 1802 hefur
sauðfénu fækkað á ný, um helming, og er komið í 153 þúsund. Þessi fyrstu ár 19.
aldarinnar áttu eftir að marka öldina þar sem fé fjölgaði og fækkaði á víxl. Alla öldina
var bráðapest landlæg í sauðfé. Hennar hafði orðið var á 18. öld en það var ekki fyrr en á
þeirri 19. sem hún fór verulega að stinga sér niður og valda fjártjóni. Við bættist
fjárkláðinn seinni 1856. Hann var aðallega bundinn við Suðurland og olli þar miklu tjóni.
Fé fækkaði um 75-85% í Rangárvalla-, Ámes, Gullbringu- og Kjósarsýslum og
Borgarfjarðarsýslu en nokkuð minna í öðmm sýslum (Þorvaldur Thoroddsen 1919).
Fjártalan á landinu öllu var 507 þúsund árið 1854 og fór niður í 311 þúsund árið 1859 og
var fækkunin því nær 40% á landsvísu (Hagstofa Islands 1997).
Eftir fækkunina af völdum fjárkláðans um miðja 19. öld tekur sauðfjárræktin við sér svo
um munaði. Fjölgunin er nokkuð jöfh út öldina en einstaka ár fækkar fénu, aðalega á
síðustu áratugum aldarinnar sem vom mjög köld . Meðalhiti áranna 1881 og 1882 var
t.d. aðeins 1.48°C og 1.76°C (Hagstofa íslands 1997). Fénu fækkaði úr 424 þúsund árið
1882 í 337 þúsund 1883, vegna harðindanna en einnig kom sauðasalan til, en 20 þúsund
fjár var selt á fæti til Bretlands (Þorvaldur Thoroddsen 1919). Síðasta áratug 19.
aldarinnar er sauðfé um og yfir 500 þúsund, fer hæst í 595 þúsund árið 1896. Fénu hélt
áffam að fjölga fyrstu áratugi 20. aldarinnar og var komið í 728 þúsund árið 1933. Það ár
var hins vegar flutt Karakúlfé inn ffá Þýskalandi sem reyndist bera með sér þijá
sjúkdóma, gamaveiki, þurramæði og votamæði. Reynt var aða komast fyrir þessa
197