Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 203
Á Sigmundastöðum og í Hvammi hafa orðið miklar breytingar á búfjárhaldi síðustu 30
árum. Sauðíjárbúskapur var aflagður í Hvammi um 1980 og jörðin girt.
Mjólkurframleiðsla er á jörðinni og fáeinar kvígur ganga sumarlangt í hlíðinni fyrir ofan
bæinn (Torfi Guðlaugsson pers. uppl.). Á Sigmundastöðum var rekið hrossabú á áttunda
og níunda áratugnum og töldust á jörðinni 125 hross árið 1996. Svipaður bústofn var hins
vegar á Haukagili árið 2002 og verið hafði áratugina á undan.
Niðurlag
Við skoðun á búfjárfjölda á 5 bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit kemur í ljós að hann var
miklu minni á 18. öld en á 20. öld. Sérstaklega á þetta við um sauðfjárfjöldann og virðast
bæimir hafa fylgt sömu þróun og landið í heild á þessu tímabili. Vegna harðinda má
leiða líkum að því að búfjáríjöldinn hafi jafnvel verið enn minni 17. öld. Beitarálag á
jörðunum hefur því verið mun minna á þessum bæjum á 17., 18. og 19. öld en verður á
20. öld þegar beitarálagið margfaldast á öllum bæjunum. Þetta mikla beitarálag hlýtur af
hafa leitt til vemlegrar gróðurrýmunar á þessu tímabili. Spumingin er hvort afleiðingar
sauðfjárfjölgunarinnar á seinni hluta 19. aldar, þegar enn er mjög kalt tímabil, og á 20
öld, sé ekki mun meiri á gróðurfar en við gemm okkur grein fyrir og hvort
gróðurrýmunin hafi yfirleitt verið svo mikil á 17. og 18. öld af völdum beitar, þar sem
bústofh var eins lítill og raun ber vitni. Ef til vill hafði veðurfarið hlutfallslega meiri áhrif
en búfjárbeitin, þótt vissulega sé samspil þessara þátta afgerandi fyrir
heildamiðurstöðuna.
Þakkarorð
Samantektin er hluti af samnorrænu verkefhi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar
“Traditional mral biotopes”. Styrk til verkefnisins veittu einnig Landbúnaðarráðuneytið
og Umhverfisráðuneytið. Nemendur við landnýtingarbraut LBH unnu að hluta verksins
2001 og 2002. Sérstakar þakkir til bænda á þeim bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit sem
leitað var til um upplýsingar.
Heimildir
Ami Magnússon & Páll Vídalín, 1706. Jarðabók. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla. Hið íslenska ffæðafjelag.
Kaupmannahöfn. 1925 og 1927.
Bjöm Þorsteinsson, 1956. Islenska skattlandið. Heimskringla. Reykjavík.
Bjöm Þorsteinsson, 1966. Ný íslandssaga. Heimskringla. Reykjavík.
Bjöm Þorsteinsson & Guðrún Ása Grímsdóttir, 1989. Norska öldin. I: Saga Islands IV (ritstj. Sigurður
Líndal). Hið íslenska bókmenntafélag. Sögufélag. Reykjavík. 61-258.
Bjöm Þorsteinsson & Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 2003. Gróðurfarsbreytingar í kjölfarbeitarífiðunar í
Húsafellsskógi. Ráðunaulafundur, 201-203.
Eggert Ólafsson & Bjami Pálsson, 1753. Ferðabók. Haraldur Sigurðsson & Helgi Hálfdánarson (útg.).
Reykjavík. 1953.
Guðmundur Jónsson & Magnús S. Magnússon (ritstj.), 1997. Hagskinna. Hagstofa Islands. Reykjavík.
201