Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 211
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Þróun byggðar út frá náttúrufarslegum forsendum
Sigríður Kristjánsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands
Útdráttur
Umhverfíð hefur mikil áhrif á búsetu mannsins og hvemig byggð mótast í tímans
rás. í þessari grein er rýnt í hvort og þá hvemig náttúmfarslegar forsendur hafa haft áhrif
á búsetu og byggðarmynstur Reykjavíkur1.
Myndun landsins, þ.e. berggrunnur, jarðvegur og gróður, gefur tóninn að gæðum
landsins, sem síðan hafa áhrif á búsetu mannsins. Hér er sérstakri athygli beint að
náttúmfarslegum forsendum sem hafa áhrif á vöxt og þróun byggðar á Islandi, svo sem
mýrlendi, tjömum og lækjum.
Gömul kort em gildar heimildir um hvemig sambúð manns og lands hefur breyst í
gegnum tíðina. Kortin lýsa ástandi landsins og stöðu byggðarinnar á þeim tímapunkti
sem þau em gerð. Með því að skoða mis-gömul kort má greina þversnið þróunarinnar í
gegnum tímann. Valin vom kort frá 1887, 1956 og jarðgmnns korta seríu unna á
tímabilinu 1995- 2000. Utbreiðsla náttúmfarslegra þátta sem hamla vexti byggðar var
greind með samþættri notkun landfræðilegs upplýsingakerfis og aðferðafræði
borgarformffæðinnar við vinnslu og kortatúlkun. Með landffæðilegu upplýsingakerfí er
hægt að breyta eldri kortum í þekjur sem nota má til að greina breytingar á landinu í tíma
og rúmi. Að lokum em niðurstöðumar dregnar saman og birtar á korti sem sýnir hvemig
samspil lands og byggðar hefur þróast í gegnum tíðina. Þar kemur ffarn að
náttúmfarslegar forsendur hafa haff mikil áhrif á þróun byggðarinnar og þá sér í lagi
votlendi, sem hefur haft afgerandi áhrif á vöxt og þróun Reykjavíkurborgar.
Inngangur
Til að skilja núverandi borgarlandslag er nauðsynlegt að vita hvemig það varð til.
Rannsóknir í borgarformfræði (e. urban morphologý) fjalla um búsetuform og
byggðarmynsmr. Greinin fæst við flóknar og margslungnar formgerðir og
birtingarmyndir hinna ólíku þátta sem mynda heildarsýn þéttbýlisins. Þannig skoðar hún
innbyrðis tengsl forma og jafhframt tengingu formsins og heildarmyndarinnar.
Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvemig borgarlandslagið hefur þróast með því
að rekja þróunarferil borgarinnar allt ffá upphafi til dagsins í dag. í þéttbýli má oft greina
mörg mynsmr, mörkuð af íbúunum í tímans rás.
Tilgangurinn með þessum skrifum er að athuga hvort og þá hvemig náttúmfarslegar
forsendur hafa haft áhrif á búsetu og byggðarmynstur Reykjavíkur í gegnum tíðina.
M.R.G. Conzen (1960) heldur því fram að borgarlandslagið sé sögulegt skjal sem
megi lesa eins og hvem annan texta, svo lengi sem réttri nálgun og aðferðaffæði sé beitt.
Samkvæmt hugmyndafræði Conzens verður röð atburða í tíma og rúmi til þess að mynda
borgir. Þetta stafar af því að byggð, líkt og önnur landffæðileg fyrirbæri, er breytingum
háð. Hugmyndaffæðin gengur út á að greina hina lifandi byggðarsögu út ffá þróunarferli
hennar. Nálgun Conzens er landfræðileg og sagnffæðileg. Þessi útskýrandi formffæði
byggist upp á þremur þáttum: formi, notkun og þróun (sögu) (Whitehand 1981). Þetta
209