Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 217
Byggðin þenst út þar til að hún kemur að náttúrufarslegri hindrun sem heftir
útbreiðslu hennar. Það verður til þess að byggðin þéttist innan þess ramma sem
hindranimar móta, uns þörfin fyrir nýtt byggingarland er orðin svo mikil að byggðin
stekkur yfir hindrunina og heldur áffam vexti sínum þar sem byggingarland er gott.
Þannig myndast óbyggðar eyður í borgarlandslagið.. Tækniframfarir leiða stundum til
þess að byggt er á þessum svæðum. Sú ávöxtunarkrafa sem á hveijum tíma er gerð til
fjárfestingar hefur mikil áhrif, því að enn í dag er kostnaðarsamt og erfitt að byggja í
mýrlendi, en ffamkvæmdin verður að skila hagnaði. Þannig þarf lóða- og fasteignaverð
að vera þeim mun hærra til þess að mýramar byggist upp.
Víða annars staðar má sjá dæmi um að eyður hafi myndast í uppbyggingu borga
vegna náttúrufarslegra forsendna. í skandinaviskum borgum eða borgahverfum ffá því
rétt effir aldamótin 1800 má líka finna eyður sem hannaðar vom af skipulagsyfirvöldum
til að heffa útbreiðslu elds (Thomas Hall 1991)
Greina má nokkur þrep í þróun byggðarinnar. Byggðin hefst í Kvosinni, römmuð
inn af hafinu, Læknum og Tjöminni þar til þörfin er orðin svo mikil að hagkvæmt þykir
að brúa Lækinn til að hægt sé að byggja Þingholtin (kort 2.). Hefst nú nýtt vaxtarskeið og
þenst byggðin út þar til að hún er innrömmuð af mýrlendi og hafi. Til norðurs og vesturs
er hafið, síðan tekur við nær óslitið mýrarsvæði. Talið frá vestri, er Sauðagerðismýri og
Selsmýri. Þá taka Melamir yfir stuttan kafla. Síðan tekur Vatnsmýrin yfir í öllu sínu
veldi og heftir allan vöxt til suðurs. Stutt haff aðskilur Vatnsmýrina ffá Norðurmýrinni.
Að austan liggur Norðurmýrin og Rauðará til hafs. Þetta svæði er off kallað Reykjavík
innan Hringbrautar. Þegar byggðin fer út fyrir þennan ramma er byggt fyrst á Melunum
og síðan á Rauðarárholtinu austan Norðurmýrar. Byggðin eltir gott byggingarland yfir
holt og hæðir, þ.e. þar sem að stutt er niður á fast og auðveldara og ódýrara er að byggja.
Þannig byggist upp Laugarásinn, Laugarholt og Langholt, til austurs. Byggðin stekkur
yfir Sogamýri en heldur áffam Bústaðarholt til vesturs og er nánast komin í hring á
Bústaðahálsinum. Þannig myndast sérstakt hringmynstur. Byggðin heldur síðan áfram
að byggjast upp og þéttast á þessu svæði sem afmarkast nú af Elliðaám til austurs og
Fossvogsmýrinni til suðurs. Það er ekki fyrr en byijað er að byggja í Breiðholtinu 1971
að byggðin hefur brotist út úr þessum ramma. Reykvíkingar halda áffam hefðbundnum
hætti, holt og ásar em byggðir upp fyrst og mýrlendið sem liggur í dalbotnunum látið
mæta afgangi. Pietila (1960) segir einn af aðalþáttum góðs skipulags vera að nýta
formffæðilega auðlind náttúmnnar og láta byggðina endurspegla landslagið sem hún
stendur í. Á íslandi er algengt að byggðin sé látin ýkja upp landslagið. Háhýsi em reist á
háhæðinni, og effir því sem neðar dregur í hlíðina verða húsin lágreistari þar til að komið
er niður í opið svæði sem breiðist yfir dalbotninn.
215