Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 219
Vaxandi kröfur um byggingarland og hærra lóða- og fasteignaverð verður til þess
að svæði sem áður borgaði sig ekki að hreyfa við verða nú fysilegri kostur undir
húsbyggingar. Kortin sýna að þeim mun nær sem mýrlendið er miðbæ Reykjavíkur, þeim
mun sterkari krafa er um að bijóta það undir byggð. I dag er greinilegur þrýstingur á að
Vatnsmýrarsvæðið myndbreytist og í stað flugvallar rísi þar íbúðarhúsnæði. Með breyttri
staðsetningu innan borgarlandslagsins er þetta svæði (sem áður lá á jaðri byggðarinnar),
orðið miðsvæðis og lóðaverð þar með hærra. Aukin áhersla er á þéttingu byggðar í
borgum 21. aldarinnar, þar sem fólksfjöldi fer vaxandi á sama tíma og fjöldi einstaklinga
í heimili fer minnkandi, en á hinn bóginn er land takmarkað. Munu þá þessir grænu
geirar sem skorið hafa byggðin og í dag eru vinsæl útivistarsvæði hverfa að öllu eða að
einhveiju leyti? Sú hætta er alltaf fyrir hendi, en til að mæta þessari þróun hafa
skipulagsyfirvöld víða um heim lagt aukna áherslu á að spoma gegn því að græn svæði
séu tekin undir byggð. í Bretlandi hefur verið mörkuð sú steíha (Planning Policy
Guidance Note 3, Housing (PPG3), að af nýjum byggingarlóðum séu 65% byggð á gömlu
byggingarlandi og þá ekki bara gömlum iðnaðarsvæðum (brownfield) heldur einnig á
gömlum stofnanasvæðum (Kropf 2001).
Enn er þetta ekki eitthvað sem heyrir fortíðinni til í nútíma háþróuðu
tæknisamfélagi. Nýleg dæmi ffá Akranesi sýna að enn getur jarðvegsdýptin verið það
mikil að hún hefur veruleg áhrif á hvað hægt er að byggja á landinu, þrátt fyrir
nútímatækni (Magnús Magnússon 2004). Þar var á dögunum horfið ffá því að byggja
háhýsi, þegar að í ljós kom að jarðvegsdýpt á fyrirhuguðu byggingarsvæði var yfir 33
metrar og náði borinn í raun aldrei niður á fast.
Þakkir:
Höfundur vill þakka Reykjavíkurborg og sér í lagi Heiðari Hallgrímssyni fyrir
starfsaðstöðu hjá LUKR, aðgengi að gögnum LUKR og öðm starfsfólki aðstoð og
stuðning. Salvöm Jónsdóttur, sviðstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur, er
þakkað fyrir að gera þetta mögulegt og Stefáni Guðlaugssyni fyrir tæknilega aðstoð. Að
lokum vil ég þakka Lúðvík Elíassyni og Karli Benediktssyni yfirlesturinn.
Heimildir
Ágúst Böðvarsson 1956: Reykjavík, Seltjamames og Kópavogskaupstaður, 1:15.000. Geodætisk Institut.
Kaupmannahöfn.
Conzen, M.R.G. 1960: Alnwick, Northumberland: a study in town-plan analysis. London: Institute of
British Geographers Special Publication No.27.
Conzen, M. R. G. (1962) The plan analysis of an English city centre, in Norborg, K. (Ed.): Proceedings of
the IGU Symposium in Urban Geography, Lund 1960. Lund: Gleerup.
Conzen, M. R. G. (1966) Historical townscapes in Britain: a problem in applied geography, in House, J.
W. (Ed.): Northem Geographical Essays in Honour of G. H. J. Daysh. Newcastle Upon Tyne: Newcastle
Upon Tyne University, 56-78.
Conzen, M.R.G. 1969: Alnwick, Northumberland: a study in town-plan analysis.
217