Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 221
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Áhrif friðlýsinga á landbúnað og byggðaþróun
Ámi Bragason
Umhverfisstofnun
Náttúruverndaráætlun
Með gildistöku nýrra laga nr. 44/1999 um náttúmvemd urðu straumhvörf í
málum er lúta að vemdun náttúmminja. Sérstaklega ber að nefha nýmæli er varða
stefnumörkun, en í 65. og 66. grein laganna er fjallað um gerð
náttúmvemdaráætlunar. í henni skulu vera sem gleggstar upplýsingar um
náttúmminjar, þ.e. náttúruvemdarsvæði og lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og
vistkerfí, sem ástæða þykir til að friðlýsa. Skal í áætluninni lýst sérkennum minjanna
og þýðingu þeirra í náttúm landsins. Fyrsta Náttúmvemdaráætlunin var samþykkt á
Alþingi vorið 2004 og byggir hún á víðtækum tillögum Umhverfisstofnunar sem
unnar vom í samstarfi við Náttúmfræðistofnun íslands* (1) II III IV V VI og aðrar sérfræðistofnanir
ásamt því að leitað var til sveitarstjóma. I tillögum Umhverfisstofnunar sem kynntar
vom á umhverfisþingi haustið 2003 em 75 svæði en umhverfisráðherra
forgangsraðaði svæðunum og lagði til að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um
að vinna að friðlýsingu 14 svæða. Með náttúruvemdaráætluninni er mörkuð stefha þar
sem til gmndvallar er lögð áhersla á sérstöðu íslenskrar náttúm, samanburð við önnur
lönd, alþjóða samninga og aðferðaffæði sem þróuð hefur verið í samstarfi
Evrópuþjóða. Náttúmvemdaráætlun 2004-2008 er fyrsta skrefið enda bera að
endurskoða áætlunina á 5 ára fresti. Markmiðið er að fá heildaryfirsýn yfir alla þætti í
náttúm íslands í næstu áætlunum í samræmi við markmið og gildissvið laga um
náttúmvemd.
Nýting lands og auðlinda hefur krafist óafturkræfra fóma náttúmverðmæta og
mun krefjast fóma í ffamtíðinni. Náttúmvemdaráætlun er ætlað að auka yfirsýn
þannig að ákvarðanataka um vemdun og nýtingu byggi á víðtækri yfirlitsþekkingu.
Friðlýsingaflokkar
I náttúmvemdarlögum er ffiðlýsingu landsvæða og tegunda skipt í eftirfarandi
flokka: þjóðgarða, ffiðlönd, náttúmvætti, ffiðlýstar lífvemr, búsvæði, vistgerðir og
vistkerfi og fólkvanga. Við gerð íslensku löggjafarinnar var tekið mið af kerfi sem
Alþjóða Náttúruvemdarsamtökin, IUCN hafa þróað og notað er í flestum löndum
heims (tafla 1.).
Tafla 1. Markmið friðlýstra svœða, flokkun þeirra og nöfh eins og miðað er við í skrá
IUCN um þjóðgarða ogfriðlýst svæði (4).
Friðlýstum svæðum er stýrt að ákveðnum markmiðum og skipt í flokka eftir
meginmarkmiðunum:
I Ströng ffiðun (a. ffiðland / b. ffiðlýst víðemi).
II Vistkerfisvemd og útivist (þjóðgarður).
III Vemd sérstakra náttúmminja (náttúmvætti).
IV Vemd með virkri stýringu/íhlutun (búsvæða/tegundarvemdarsvæði).
V Vemd landslags eða hafsvæðis og útivist (landslagsvemdarsvæði).
VI Sjálfbær nýting náttúmlegs vistkerfis (vemdað landnýtingarsvæði).
219