Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 228
Til þess að bregðast við hinum nýja ferðamanni og auknum kröfum hans til allrar
þjónustu verður ferðaþjónustan að hafa gæði í fyrirrúmi, það er liður í auknum þroska
greinarinnar. Ahersla á gæði í ferðaþjónustu er hins vegar ekkert einfalt fyrirbrigði og
felur í sér mjög víðtæka sýn á alla starfsemi fyrirtækisins. Hvemig við höndlum
umhverfísmálin getur til dæmis verið lykilatriði í bættri samkeppnisstöðu einstakra
fyrirtækja sem og greinarinnar í heild (Buhalis 2000: 101). Ferðaþjónusta byggir á sölu á
ímyndum en þær mega ekki byggjast á innantómum slagorðum. ímyndin hreint land -
fagurt land gerir körfur um að íslendingar séu í fararbroddi hvað varðar umhverfísmál,
það er ekki nóg að halda bara í horfinu. Aftur má taka samtök ferðaþjónustu bænda hér á
landi sem dæmi um vel heppnaða samvinnu er leiðir af sér öflugt gæðastarf og mótaða
umhverfisstefhu (Ferðaþjónustabænda 2005). Liður í eflingu ferðaþjónustunnar er í raun
öflugt stoðkerfí greinarinnar. Á undanfömum ámm hafa sést gleðileg þroskamerki á
stoðkerfí íslenskrar ferðaþjónustu. Má þar nefha stofnun samtaka ferðaþjónustunnar
(SAF), eflingu starfsemi Ferðamálaráðs íslands, stofnun Ferðamálaseturs íslands og
fjölgun upplýsingamiðstöðva sem opnar em á ársvísu. Þá em víða öflug ferðamálafélög
eða samtök og mörg sveitarfélög hafa ferðamálafulltrúa á sínum vegum.
Samkeppnishæfí áfangastaða ræðst ekki einungis af frammistöðu fyrirtækja í
ferðaþjónustu heldur skiptir aðkoma hins opinbera miklu máli (t.d. rekstur safha,
sundlauga, upplýsingamiðstöðva og samgöngur) sem og frammistaða annars
atvinnureksturs á svæðinu. Því er áríðandi að hið opinbera og atvinnugreinin vinni
ákveðið saman að uppbyggingu ferðaþjónustu og að hún sé rækilega samþætt við annað
atvinnulíf svæðisins (Leidner 2004: 67, Nilsson 2000:149, Ritchie og Crouch 2000:2).
Áhersla á þessa fjölþættu aðkomu að uppbyggingu áfangastaða kemur ffam í skýrslu
Samgönguráðuneytisins um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu en þar em auðlindir
íslenskar ferðaþjónustu flokkaðar i þrennt: náttúm, menningu og fagmennsku
(Samgönguráðuneytið 2003). Saman em þessir flokkar gmndvöllurinn að sjálfbærri
ferðaþjónustu (bls. 14). Þá em ennffemur greindir þeir meginþættir sem hafa áhrif á
uppbyggingu og ffamtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Þessir þættir em:
1. Imynd Islands
2. Umhverfismál
3. Gæða- og öryggismál
4. Menntamál
5. Samgöngumál
6. Byggðamál
7. Skipulag ferðamála
8. Rekstrarumhverfi
9. Markaðsmál
Ofangreind flokkun dregur skýrt ffam mikilvægi þess að líta á ferðaþjónustu í víðtæku
samhengi og ffamtíð íslenskrar ferðaþjónustu veltur því á því hversu vel okkur tekst til
með ffamkvæmd í þeim anda. Nauðsynlegt er að stefhumótun byggi á góðri þekkingu á
samspili ferðaþjónustu og ofangreindra þátta og því er mikilvægt að rannsóknir og
niðurstöður þeirra verði til gmndvallar allri ákvörðunartöku er lýtur að uppbyggingu
ferðaþjónustu hér á landi. Stjómmálamenn, rekstraraðilar í greininni og
háskólasamfélagið verða því að vinna saman að mótun ffamtiðarsýnar (Roberts ofl.
2003:232). Þetta samstarf á enn effir að komast til fulls þroska hér á landi og off er þörf á
226