Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 232
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiði og staða auðlindarinnar
Sveinn Agnarsson
1 Inngangur
Lax- og silungsveiðar hafa vafalítið verið stundaðar hér á landi frá ómunatíð, enda
mikil hlunnindi víða fólgin í ám og vötnum. Um það vitna fjölmargar ffásagnir í
fomum ritum og ömefni svo sem Laxá og Urriðaá. Fyrstu lög um veiðiskap má rekja
til ársins 930 og var tilgangur þeirra að tryggja jafnan veiðirétt og fyrirbyggja
yfirgang, en ákvæði um veiði er einnig að finna í lögbókunum Jámsíðu og Jónsbók.1
Á síðustu ámm hafa sífellt fleiri - bæði innlendir og erlendir - spreytt sig á því að
renna agni fyrir silung og lax. Kannanir gefa til kynna að 55-61 þúsund íslendingar á
aldrinum 18-75 ára stundi stangaveiði í ffístundum sínum, og að um 3% ferðamanna
hafi hug á að bleyta færi í íslenskri á eða vatni.2
í þessari grein er sagt ffá rannsókn sem Hagffæðistofnun Háskóla íslands vann fyrir
Landssamband veiðifélaga og beindist að því meta þau efnahagslegu umsvif í
hagkerfmu sem rekja má til stangaveiða. I skýrslunni var leitast við að leggja mat á
tekjur veiðiréttarhafa sem og leigutaka og reynt að varpa ljósi á áhrif þeirra á aðra
starfsemi í hagkerfinu, auk þess sem fjallað var sérstaklega um efnahagsleg áhrif
erlendra og innlendra stangaveiðimanna á íslenska hagkerfið. Hér er stiklað á stóra í
efhi skýrslunnar, en áhugasömum skal bent á að skýrsluna er að finna á vefnum
www.angling.is.
2 Veiðifélög
Fyrstu veiðifélögin vora stofnuð árið 1934, en nú era starfandi liðlega 200 félög. í
núgildandi lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, er veiðiréttareigendum gert
skylt að stofna félag til að deila með sér útgjöldum og arði vegna nýtingar leyfa svo
lengi sem tveir eða fleiri aðilar eiga veiðirétt. Áður höfðu ákvæði um fiskiræktarfélög
verið felld út og veiðifélögum verið gert skylt að sjá um fiskirækt. Frá árinu 1997
hefur engin laxveiði verið stunduð í sjó við strendur landsins og engin netaveiði lax i
sjó frá árinu 1998.3 Lax er nú eingöngu veiddur í fersku vatni en í nágrannalöndunum
tíðkast þó enn sums staðar laxveiði í sjó.
Láta mun nærri að um 1.900 býli eigi veiðirétt, eða annað hvert býli á landinu.4
Misjafnt er hversu verðmæt veiðiréttindin era, en þar sem best lætur geta þau verið
stór hluti af virði viðkomandi jarðar. Verðmæti annarra hlunninda en lax- og
silungsveiði var á áranum 1997-2000 um 750 milljónir kr. á ári (verðlag í maí 2004),
eða 3-4% af heildarverðmæti landbúnaðarafurða. Dæmi um önnur hlunnindi er
dúntekja, hreindýraveiði og eggjataka.
1 Bjöm Snær Guðbrandsson (1990).
2 Rögnvaldur Guðmundsson (2004).
3 Guðni Guðbergsson (2004).
4 Sama rit.
230