Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 236
Tekjur veiðifélaganna dreifast, eins og gefur að skilja, mismunandi milli byggða
landsins og ræðst skiptingin af umfangi stangaveiða í hveijum landshluta. Til að
mynda er mun meira um veiði á Vesturlandi en á Vestfjörðum og tekjur rétthafa í
fyrmefnda landshlutanum því mun meiri en í hinum síðamefhda. Mest veiðist af laxi í
ám á Vesturlandi og Norðurlandi vestra en minnst á Vestfjörðum. Til þess að leggja
mat á það hvemig tekjur veiðifélaganna í flokki 1-4 skiptast milli landshluta var
notast við hlutfallslega skiptingu laxveiði eftir landshlutum árið 2003. Athyglisvert er
að skoða tekjur veiðifélaga eftir landshlutum sem hlutfall af atvinnutekjum í
landbúnaði. Til að mynda em tekjur veiðifélaga af laxveiði á Vesturlandi að
frádregnum kostnaði 45-53% af atvinnutekjum í landbúnaði9 en mun lægra hlutfall í
öðmm landshlutum. Þessar niðurstöður gefa til kynna að laxveiði á Vesturlandi skipti
bændur og aðra landeigendur í landshlutanum miklu máli og geti haft töluverð áhrif á
landbúnað á svæðinu. Hér er þó líklega um ofmat að ræða þar sem ekki er tekið tillit
til hagnaðar bænda. Réttara hefði líklega verið að bera nettótekjur veiðifélaga saman
við samtölu launa og hagnaðar í landbúnaði, en upplýsingar þar að lútandi liggja ekki
fyrir.
Tafla 3. Tekjur veiðifélaga um laxveiðisvæði eftir landshlutum
og sem hlutfall af atvinnutekjum í landbúnaði
Hlutfall af heildar- veiði árið 2003, % Hlutfall hagnaðar af atvinnutekjum í landbúnaði, %
Reykjanes 9 3,8-4,6
Vesturland 46 44,9-53,2
Vestfirðir 2 4,2-5,0
Norðurland vestra 11 10,3-12,1
Norðurland eystra 7 4,0-4,8
Austurland 11 12,2-14,5
Suðurland 14 4.6-5,5
Samtals 100
Sama aðferð var notuð við að meta tekjur silungsveiðifélaga eftir landshlutum, en
silungsveiðin fer aðallega fram á Suður- og Norðurlandi. Hlutfall tekna veiðifélaga
um silungsveiði er mun lægra hlutfall af atvinnutekjum í landbúnaði og nær hæst
ríflega fjórðung úr prósenti..
Enda þótt silungsveiði skili landeigendum ekki jafnmiklum tekjum og laxveiði er þó
ljóst að tekjur af silungsveiðileyfasölu geta verið vemleg búbót. Tekjur af silungsveiði
em þó án efa vanmetnar, bæði vegna þess að inn í þær tölur vantar þær tekjur sem
laxveiðifélög hafa af silungsveiði og vegna þess að þær taka ekki tillit til þeirra tekna
sem einstaka bændur sem selja beint í ár, læki eða vötn á sínu landi hafa af sölunni.
Auk þess er vert að hafa í huga að en em ónýttir möguleikar til staðar hvað varðar
silungsveiði og líklegt að þær munu skila auknum tekjum í framtíðinni. Hins vegar má
ætla að möguleikar til laxveiða sé að miklu leyti fullnýttir.
9 Atvinnutekjur eru beinar skattskyldar launagreiðslur fynr vinnuframlag í aðalstarfi auk
staðgreiðsluskyldra dagpeninga og ökutækjastyrks.
234