Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 237
Þessar niðurstöður gefa til kynna að tekjur af lax- og silungsveiði geti haft umtalsverð
áhrif á þróun byggðar á þessum svæðum og geti jafnvel haft úrslitaáhrif um það hvort
byggð haldist í sveitum næst gjöfulum lax- og silungsám og vötnum.
7 Tekjur ieigutaka
Flest veiðifélög á landinu leigja veiðirétt sinn út til einstaklinga og stangaveiðifélaga.
Þannig koma ríflega 80% af öllum stangaveiddum laxi á land á veiðisvæðum sem eru
leigð út og tveir þriðju hlutar af öllum silungi. Þeir aðilar sem leigja veiðiréttinn sjá
síðan almennt um sölu veiðileyfa á svæðinu, auk þess sem algengt er að leigutakar sjái
um rekstur veiðihúsanna og ýmiss konar þjónustu, svo sem hvað snertir fæði og
veiðileiðsögn. Eins og ffam kom hér að ffaman standa stangaveiðifélögin off að
ýmsum meiriháttar ffamkvæmdum, annaðhvort ein sér eða í samvinnu við
veiðifélögin.
Tekjur leigutaka eru aðallega tekjur af sölu veiðileyfa umffam greiðslur fyrir
veiðiréttinn, auk þeirra tekna sem þeir hafa af þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Til
þess að leggja mat á tekjur leigutakanna er nauðsynlegt að gera sér grein fýrir þeirri
álagningu sem er á veiðileyfum. Miðað er við að álagning leigutaka sé almennt á
bilinu 25-30%.10 Ef miðað er við að 80-82% af heildartekjum veiðifélaganna í
flokkum 1-4 séu leigutekjur, og um 64—67% af heildartekjum veiðifélaga í flokki 5,
má gera ráð fyrir að leigutakar hafi greitt 690-760 milljónir kr. í leigugjöld árið 2003.
Ef jafnffamt er miðað við 25-30% álagningu má gera ráð íyrir að leigutakar hafi haff
173-228 milljónir kr. í nettótekjur af sölu veiðileyfa árið 2003.
Tafla 4, Viðbótartekjur leigutaka á íslandi
Álagning Tekjur
Leigugjöld 25% 30% 25% 30%
690 863 897 173 207
760 950 988 190 228
Þó ber að taka þessar tölur með fyrirvara þar sem hluti af tekjum söluaðila kemur af
ýmiss konar þjónustu sem stundum er innifalin í veiðileyfinu, eins og fullt fæði og
veiðileiðsögn.* 11
8 Ferðaþjónusta og stangaveiði
Þeim áhrifúm sem ferðamenn hafa á hagkerfi má skipta í bein og óbein áhrif og
afleidd. Líta má á neyslu þeirra á vöru og þjónustu í þeim löndum sem þeir heimsækja
hveiju sinni sem innspýtingu í hagkerfið. Þessi beinu áhrif geta vitaskuld verið
margþætt og mikil, en með þeim er ekki öll sagan sögð því útgjöldin skapa
margföldunaráhrif í hagkerfinu. Til að átta sig á heildarumfangi ferðaþjónustunnar
þarf því einnig að taka tillit til þeirra þátta. Þessi þríþættu áhrif má nánar skilgreina á
eftirfarandi hátt:
Bein áhrif: Bein efnahagsleg áhrif á þau fyrirtæki sem starfa við ferðaþjónustu. Beinu
áhrifin eru yfirleitt minni en heildarútgjöld ferðamanna þar sem hagkerfið getur ekki
10Þess má geta að meðalálagning hjá Stangaveiðifélag Reykjavíkur, sem er án efa einn stærsti
leigutakinn á markaðinum, á seldum veiðileyfum til félagsmanna er 20-25%. SVFR (2004b).
11 Þetta á þó yfirleitt eingöngu við um leyfi sem seld eru útlendingum.
235