Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 239
Tafla 5. Framlag erlendra stangaveiðimanna til íslenska hagkerfísins
(verðlag í maí 2004)
Meðalútgjöld 11.900 kr. á dag Meðalútgjöld 23.800 kr. á dag
Fjöldi gesta 2.000 3.000 2.000 3.000
Meðalútgjöld 102.200 102.200 137.900 137.900
Utgjöld (milljónir kr.)
Heildarútgjöld 204 306 276 414
- Þar af innflutt 102 153 138 207
Framlag 102 153 138 207
Margfoldunaráhrif 310 465 420 629
Heildarframlag 412 618 558 836
Miðað við þær forsendur má ætla að efnahagsleg áhrif erlendra stangaveiðimanna hér
á landi séu 412-836 milljónir kr. ári. Það eru um 2 milljónir kr. á hvem
stangaveiðimann. Þá er gert ráð fyrir því að um 50% af útgjöldum fari í neyslu á
innfluttri vöm eða þjónustu en það hlutfall var fundið með því að skoða hlutfall
innfluttrar vöm og þjónustu af einka- og samneyslu á Islandi árið 2003. Til að meta
óbein og afleidd áhrif af útgjöldum stangaveiðimanna var miðað við niðurstöður úr
athugun Hagffæðistofhunar á margföldunaráhrifum af útgjöldum erlendra ferðamanna
á íslandi, en margfaldarinn var metinn 4,04.14 Niðurstöðumar má sjá í töflu 5.
9 Framlag innlendra stangaveiðimanna
Líkt og af erlendu stangaveiðimönnunum hefur þjóðarbúið einnig hag af útgjöldum
innlendra veiðimanna. Þau áhrif má bæði meta sem verga og hreina stærð, eftir því
hvort litið er á heildaráhrifin eða eingöngu viðbótaráhrifín. Vergu áhrifín em útgjöld
innlendra stangaveiðimanna til neyslu á innlendum vömm og þjónustu tengdri
stangaveiði sem og margföldunaráhrifin af þeirri neyslu. Viðbótaráhrifin em hins
vegar aðeins sú viðbót sem ætla má að fylgi innlendri stangaveiði, en þá hefur verið
leiðrétt fyrir því að sumt af neyslunni myndi hvort eð er eiga sér stað þótt stangaveiði
væri ekki valkostur á Islandi.
Við útreikningana er áætlað að 55-61 þúsund Islendingar fari í lax- eða silungsveiði á
hveiju ári og að meðalútgjöld þeirra vegna veiðanna séu um 42.175 kr. á árinu.15
Heildarútgjöld em þá á bilinu 2,3-2,5 milljarðar kr. Stór hluti þessara útgjalda em
kaup á veiðileyfum, eða nálega milljarður, en gert er ráð fyrir að um helmingur þess
sem þá stendur eftir fari til kaupa á innfluttum vömm og þjónustu. Árleg útgjöld
innlendra stangaveiðimanna til neyslu á innlendri vöm og þjónustu em samkvæmt
þessu 1,6-1,8 milljarðar kr. En stór hluti af þeim tekjum fer til veiðifélaga eða
leigutaka. Ef miðað er við sama margfaldara og fyrr má ætla að heildarframlag
innlendra stangaveiðimanna til íslenska hagkerfísins sé 6,5-7,2 milljarðar kr. Þetta má
sjá nánar í töflu 6.
14 Hagfræðistofhun (2003).
15 Meðalkostnaður skv. norrænu könnuninni árið 2000. Sjá Toivonen o.fl. (2000).
237