Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 241
mið af tekjum af lax- og silungsveiði í net því sum veiðifélögin selja einnig leyfi til
netaveiða og koma tekjur af þeirri sölu því óbeint ffam í útreikningunum.
Samkvæmt útreikningum Hagstofu Islands var heildarvelta íslenskra fyrirtækja um
1.340 milljarðar kr. árið 2003. Velta í stangaveiði hefur því líklega samsvarað um
hálfu prósentustigi af heildarveltu í landinu árið 2003. Gera má ráð fyrir að lax- og
silungsveiði styðji við töluverðan fjölda starfa hér á landi. Árið 2003 voru starfandi
um 155 þúsund manns á Islandi og var hvert starf stutt með um 8,6 milljónum kr. í
veltu. Niðurstöður úttektarinnar gefa því til kynna að starfsemi í kringum lax- og
silungsveiði styðji við 890-1.016 störf á ári hveiju. Til samanburðar má einnig líta til
íslensks landbúnaðar. Heildarvelta í landbúnaði árið 2003 var 15.680 milljarðar kr. og
þar störfuðu 4.230 manns. Að baki hveiju starfi í landbúnaði var því 3,7 milljóna kr.
velta það árið. Ef miðað er við að tekjur veiðifélaganna styðji aðallega við störf í
landbúnaði en aðrar tekjur við störf í öðrum geirum má ætla að lax- og silungsveiði
styðji við um 1.000-1.200 störf á ári.
Tafla 8. Velta á bak við hvert starf í öllum atvinnugreinum
á íslandi og i landbúnaði
Heildarvelta allra atvinnugreina (samtals) 1.340.481
- í landbúnaði 15.658
Starfandi í öllum atvinnugreinum (samtals) 155.680
- í landbúnaði 4.230
Velta bak við hvert starf (samtals) 8,6
- 1 landbúnaði 3,7
Niðurstöður skýrslunnar sýna glöggt að starfsemi í kringum lax- og silungsveiði er
umtalsverð og skapar töluverðar tekjur fyrir þjóðfélagið í heild sinni ásamt því að
styðja við fjölda starfa, bæði í landbúnaði og öðrum geirum. Enda þótt stangaveiði sé
misjafnlega mikilvæg fyrir héruð landsins leikur vart nokkur vafí á að sums staðar er
hún lífsnauðsynleg til að sveitir landsins megi áffam dafha.
Ferðaþjónustan nýtur einnig góðs af lax- og silungsveiði og margir erlendir gestir
koma gagngert til landsins til að veiða lax í tærum ám og í kyrrlátu umhverfi. Gera má
ráð fyrir að ásókn erlendra veiðimanna - líkt og annarra ferðamanna - muni enn vaxa
á næstu árum. Hins vegar er trúlegt að nokkuð sé um vannýtt sóknarfæri í stangaveiði
hér á landi - sér í lagi í silungsveiði - og að betur megi tvinna saman almenna
ferðaþjónustu og stangaveiði.
Heimildaskrá
Toivonen, A.L., H., Bengtsson, B., Geertz-Hansen, P., Guðbergsson, G., Kristofersson, D., Kyrkjebo,
H., Navrud, S., Roth, E., Tuunaninen, P., Weissglas, G., 2000. Economic value of recreational
fisheries in the Nordic countries. TemaNord 2000:604, Kaupmannahöfn.
Bjöm Snær Guðbrandsson, 1990. Efhahagslegt umhverfi laxveiða á Íslandi. Kandídatsritgerð Háskóli
íslands: Viðskipta- og hagfræðideild, Reykjavík.
Guðni Guðbergsson, 2004. Lax- og silungsveiði 2003. Veiðimálastofnun, Reykjavík.
Hagfræðistofhun Háskóla íslands, 2003. Flug- ogferðaþjcmusta á íslandi: Umfjöllun í tilefni afbeiðni
Ryanair um lcekkun gjalda á Kefiavíkurflugvelli. C03:08: Hagfræðistofhun Háskóla íslands,
Reykjavík.
Hagfræðistofhun Háskóla íslands, 2004. Lax og silungsveiði á íslandi. Efhahagsleg áhrif. C04:06.
Hagffæðistofhun Háskóla íslands, Reykjavík.
239