Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 248
Hestaferðir
Förum nú afitur á ævintýralegri slóðir eins og hestaferðir.
Hestaferðir byijuðu upp úr '74 með skipulögðum hætti og eru í dag um 75
hestaferðafyrirtæki um allt land, skráð hjá Ferðamálaráði. í kringum 18% allra erlendra
ferðamanna (sjá töflu 1) fara á hestbak og er íslenski hesturinn ofit ástæðan fyrir komu
þeirra til Islands.
Það er ýmislegt í boði, allt ffá klukkutíma reiðtúr fyrir vana sem óvana til 7-10 daga ferða
yfir hálendið með um 80 hross í rekstri. Má segja að fyrirtækið Ishestar leiði hér
markaðinn og á, fyrir utan sitt höfuðsetur í Hafharfirði, fjölda samstarfsaðila um allt land.
Margir hrossabændur nota hestaferðir til að auka tekjur sínar og eru slíkar ferðir ekki bara
aðdráttarafl fyrir ferðamenn heldur einnig góður möguleiki í markaðsetningu hrossa þar
sem algengt er að ferðamenn vilja taka uppáhalds reiðhestinn sinn með sér heim eftir
ferðina. Þar af leiðandi getur hestaferðafyrirtækið ekki bara haft tekjur af veitingum og
gistingu heldur einnig hrossasölu.
Gæði hestaferða byggjast mjög mikið á traustu starfsfólki, sem þarf á fjölbreyttri kunnáttu
að halda. Má nefna fæmi í hestamennsku, öiyggisatriðum og reiðkennslu auk
tungumálakunnáttu, og þjónustulund o.s.frv.
A síðustu 5-7 ámm hefur hestaáhugi meðal Isendinga aukist gríðarlega og án efa liggja
þar ónýtt tækifæri í hestaferðaþjónustu fyrir fólk á eigin hestum.
Jöklaferðir
Ein sérstaða Islands er, að jöklar em mjög aðgengilegir nánast á hveiju landshomi og
notfæra sér um 20% ferðamanna þessa aðstöðu. Ymist er farið með snjóbílum,
snjósleðum, sérútbúnum jeppum eða jafnvel á gönguskíðum á jökla og er það mikil
upplifun fyrir þann sem það reynir. Ævintýrin í þessum ferðum em margskonar. Fyrst og
ffemst að vera um hásumar kominn á innan við klukkustund í algjört vetrarríki og geta
jafnvel þeyst um á snjósleða sem margir hafa aldrei gert áður. Ef viðrar vel er stórkostlegt
útsýni á jöklunum og getur það virkað hálf einkennilega t.d eins og í ferð á Langjökli sést
fyrst Vesturland og eftir stuttan akstur blasir við útsýni yfir Suðurland við.
Samkvæmt upplýsingum úr Handbók ferðamálráðs 2004 em 12 fyrirtæki sem bjóða uppá
vélsleða-og fjórhjólaferðir og 25 fyrirtæki sérhæfa sig í jeppa-og jöklaferðum.
Taka skal ffam að þetta geta verið afar hættulegar ferðir, því að spmngumyndun í
jöklunum er sífellt að breytast og þarf mikla kunnáttu og reynslu til þess að koma fólki
heilu heim.
Nýtt í þessum geira em hundasleðaferðir sem fyrirtækið Dog Steam Tours býður upp á.
Farið er að sumarlagi upp á Langjökul en á jökla víða um hálendið að vetrarlagi og einnig
á ýmsum stöðum í nágrenni Reykjavíkur ef að nægur snjó er.
Jeppaferðir
Jöklaferðir er líka undirgrein í jeppaferðum því að í flestum ferðum er að minnsta kosti að
hluta til farið yfir jökul. Jeppaferðir em áhugamál margra íslendinga og eiga margir
sérútbúna jeppa, til aksturs á hálendisslóðum eða í snjó. Oftast fara nokkrir jeppar saman,
bæði er félagsskapurinn stór hluti af þessari afþreyingu en er ekki síður öryggisatriði að
246