Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 251
Veiðar
Segja má að bæði skot- og stangveiði séu þær greinar, sem mest gefa af sér í
afþreyingarbransanum. MargfÖldunaráhrif í kringum slíkar ferðir eru mjög mikil, þar sem
þær krefjast mikillar þjónusta og jafhvel útbúnaðar sem stundum verður að kaupa á
staðnum. Mikið af erlendum ferðamönnum kemur til íslands eingöngu til þess að veiða
íslenskan lax í sínu náttúmlegu umhverfi. Ekki sjaldan er fengurinn sendur í sértökum
kæliútbúnaði heim til veiðimannsins, hvar sem hann á heima í heiminum og er bráðin oft
komin heim á undan veiðimanninum. Þar sem færri komast að en vilja, er verðið ffekar
hátt en þar af leiðandi em gæði þjónustunnar í hámarki.
Margir bændur sem hafa aðstöðu til, bjóða upp á silungsveiði á landareign sinni og hefur
það mikið aðdráttarafl t.d. fyrir tjaldstæði. Silungsveiði er yfirleitt á sanngjömu verði og
er sérstaklega vinsæl hjá íslenskum ijölskyldum sem ferðast um landið. Það er ævintýri út
af fyrir sig að veiða sér kvöldmatinn sjálfur.
Hreindýraveiði er öflugasta skotveiðigreinin innan ferðaþjónustunnar. Oftast er þörf á
gistingu og sérstökum leiðsögumanni, til þess að fá veiðileyfi fyrir hreindýr. Hef ég heyrt
glæsilega ferðasögu af slíkri veiðiferð og er alveg viss um að ævintýrið er jafh tryggt og
hreint loft i slikum ferðum.
Golf
Síðast en ekki síst verður að nefna golf sem afþreyingargrein og hafa vinsældir þess vaxið
hraðast meðal íslendinga. Lítið er enn um að erlendir ferðamenn komi eingöngu til þess
að spila golf á íslandi, en þeir sem hafa komið segja ævintýri líkast að slá par í
miðnætursól í íslenskri náttúm. Mörg dæmi em um að landeigendur hafið byggt golfvöll
á túnunum sínum og virðist golfarar nýta vel fjölbreytt framboð af völlum um allt land.
Talið er að um tólf þúsund Islendinga spili golf sér til afþreyingar og um 60 golfVellir em
umhverfis landið. (Hjörtur Ámason. MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 7. maí, 2004 )
Umræður
Það sem flestir þéttbýlisbúar erlendir sem innlendir em að leita eftir, er að losna um stund
undan áreiti þéttbýlisins og skynja tengsl sín við náttúrana. Hvort sem farið er yfir jökul,
hesti riðið á ótroðnum slóðum á hálendinu eða hvort glímt er við straumharða jökulá; i
nútíma menningu gefast ekki svo mörg tækifæri sem leyfa manninum að finnast hann
vera hluti af náttúmnni, sem mannkynið eflaust er. Aðal ævintýri afþreyingar felst í því,
að skynja mátt sinn eða máttleysi gagnvart náttúmöflunum og Island er einn af fáum
stöðum í Evrópu þar þessi öfl em í sínu uppmnalega formi og aðgangur að þeim greiður.
Þarf að taka hér fram, að það er landsbyggðin og sérstaklega landbúnaðartengd
ferðaþjónusta sem heldur þessum aðgangi opnum.
En það verða engin ævintýri án þess að áhættan sé með í spilinu, en hvemig er það þegar
ævintýraþyrstur ferðamaður er annarsvegar og afþreyingafyrirtæki hinsvegar?
Öryggisatriðin skipta höfuðmáli í slíkum rekstri, því bara eitt alvarlegt slys getur þýtt
^jaldþrot fyrirtækisins og varpað djúpum skugga yfir íslenska ferðaþjónustu í heild sinni.
í samanburði við nágrannalöndin, em lög og reglugerðir um öryggisatriði í
afþreyingarekstri á bamsskóm hér á landi. Nýlega sendi Samgöngumálaráðuneytið ffá sér
drög að reglugerð um afþreyingarekstur i ferðaþjónustu og er það mikilvægt skref í rétta
átt. Þó má heyra raddir úr ýmsum afþreyingagreinum, sem hefðu óskað sér meira
249