Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 260
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Hestatengd ferðaþjónusta á íslandi: Atvinnugrein eða
tómstundagaman ?
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hólaskóla
Útdráttur
Hestatengd ferðaþjónusta er eitt þeirra hugtaka sem ekki hafa verið skilgreind
opinberlega hér á landi. Þrátt fyrir það má fullyrða að allmargir þættir íslenskrar
ferðaþjónustu falli undir þetta hugtak. Fram til þessa hefur lítið rannsóknar- og
þróunarstarf farið ffam í tengslum við greinina hérlendis sem erlendis. Skráning
hagstærða hefur verið mjög takmörkuð, en vísbendingar eru um að umfang
greinarinnar hér á landi sé umtalsvert.
Ferðamáladeild Hólaskóla hefur undanfarin ár, unnið að rannsóknar- og
þróunarverkefni um gæði í hestaferðaþjónustu í samstarfi við Hestamiðstöð íslands og
Samtök ferðaþjónustunnar. Niðurstöður úr spumingakönnun meðal rekstraraðila í
greininni gefa m.a. vísbendingar um að hestaleigur og hestaferðafyrirtæki séu rekin
samhliða annarri starfsemi eða vinnu utan heimils, enda starfstíminn yfir árið oft
stuttur. Fjölbreytni í ffamboði þjónustu er mikil og umfangið breytilegt. Vitund um
rekstrarlega þætti er mismikil meðal rekstraraðila og vísbendingar eru um að eigendur
vanmeti sitt vinnuframlag til fyrirtækisins. Því em skilin milli fyrirtækjareksturs og
tómstundagamans stundum óljós. Margir jákvæðir þættir í rekstrarumhverfinu benda
til að með fagmennsku og gæðum eigi hestatengd ferðaþjónusta eftir að eflast sem
raunveruleg atvinnugrein á komandi ámm.
Inngangur
Frá upphafi Islandsbyggðar og langt ffam á síðustu öld var hesturinn snar þáttur í
daglegu lífi Islendinga. Svo mikilvægur að hann var gjaman nefhdur þarfasti
þjónninn. Hesturinn var gríðarlega mikilvægur til ferðalaga, flutninga, vinnu og sem
tómstundagaman, þá sjaldan að tími gafst til að lyfta sér upp frá daglegu amstri.
Þegar vélaöldin hóf innreið sína á síðustu öld, dró úr mikilvægi hestsins í daglegu lífi
landsmanna. Bílar og vélar af ýmsum toga tóku við hlutverki hans og á tímabili var
honum lítill gaumur gefinn. Fljótlega tók þó vegur hans að aukast og hann fékk ný
hlutverk, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig erlendis. Áhugi á íslenska hestinum
innanlands sem utan hefur aukist hratt síðustu ár. Eitt af hinum nýju hlutverkum
hestsins er að vera ríkur þáttur í afþreyingu ferðamanna.
Hvað er hestatengd ferðaþjónusta?
Hestatengd ferðaþjónusta er hugtak sem stundum heyrist notað en hefur þó ffam til
þessa ekki verið skilgreint opinberlega. Því er erfitt að fullyrða hvað hugtakið felur í
sér. í stefhumótun Samgönguráðuneytisins í ferðamálum er ferðaþjónusta skilgreind
sem „atvinnugrein sem tekur til allra fyrirtækja og einstaklinga sem vinna störf tengd
ferðalögum” (Samgönguráðuneytið, 1996, bls. 17). I beinu ffamhaldi af þessari
skilgreiningu má því álykta sem svo að hestatengd ferðaþjónusta sé hvers kyns
þjónusta sem fyrirtæki eða einstaklingar veita ferðamönnum í tengslum við hesta,
258