Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 263
Misjafnt er milli fyrirtækja hvaða þjóðir eru mest áberandi og er líklegt að það markist
nokkuð af markaðssetningu hvers fyrirtækis fyrir sig. Um 50% svarenda telja
þýskumælandi gesti vera í meirihluta meðal gesta en margir nefna einnig að fjöldi
Islendinga, sérstaklega í styttri ferðum sé mikill.
Aldur gesta er nokkuð misjafh eftir fyrirtækjum og ræðst það líklega af því hvers
konar ferðir er boðið upp á. Greinilegt er að aldurshópurinn 65 ára og eldri er í
minnihluta.
Kynskipting gesta er misjöfn, en konur eru oftast í meirihluta. Um 68% svarenda telja
konur vera í meirihluta en 18% telja karla vera i meirihluta. Um 14% telja að
kynjahlutföll séu nokkuð jöfn.
Niðurstaða könnunarinnar
Segja má að könnun sú sem hér er fjallað um hafí gefið allmörg svör en ekki síður
vakið upp áleitnar spumingar. Ljóst er að starfstími margra fyrirtækja er stuttur sem
gefúr vísbendingar um mikla starfsmannaveltu. Fjölbreytni í þjónustu er mikil og
víða er rekin margháttuð starfsemi. Þættir í könnuninni gáfu til kynna að í sumum
tilfellum teldu eigendur sín störf innan fyrirtækisins ekki með í fjölda starfa við
reksturinn. Nokkrir þættir bentu til að vitund um rekstrarlega þætti fyrirtækjanna væri
takmörkuð. Því má í raun segja að margt bendi til að einhver hluti rekstraraðila í
greininni líti ekki á starfsemina sem rekstur fyrirtækis, heldur frekar leið til að skapa
tekjur í tengslum við áhugamálið.
Þetta er viðhorf sem áhugavert væri að rannsaka nánar, ekki síst þar sem að
vísbendingar em um að sambærilegt viðhorf sé til staðar hjá erlendum aðilum sem
reka hestaferðaþjónustu annars staðar í heiminum. í þessum tilfellum virðast menn
ekki eiga hesta til að geta stundað viðskipti, heldur sé það á hinn veginn, að menn
stundi viðskipti og þá oft ferðaþjónustu, til þess að geta átt hesta (Campell C. 2004,
bls. 33).
Ætla má að ffekari rannsóknir og ffæðsla til þeirra sem í greininni starfa, séu
grundvöllur þess að greinin vaxi og dafhi sem arðbær atvinnugrein á komandi ámm.
Ljóst er að mikið starf hefur verið unnið á síðustu ámm í uppbyggingu og hönnun
þjónustu og mörg fyrirtæki starfa á faglegum gmndvelli. Greining kostnaðar,
endurmat á skipulagi rekstrar, aukin samvinna og leiðbeiningarþjónusta við
rekstraraðila gætu verið leiðir til að auka arðsemi og rekstrarmöguleika hestaleiga og
hestaferðafyrirtækja.
Umræða og niðurstöður
í ljósi ofangreindra upplýsinga vaknar áleitin spuming. Er hestatengd ferðaþjónusta
raunvemleg atvinnugrein eða fyrst og ffemst viðbót við tómstundagaman sumra þeirra
sem við hana starfa? Á margan hátt hefur hestatengd ferðaþjónusta alla burði til að
vera rekin sem raunvemleg atvinnugrein þar sem markmiðið er að skila hagnaði og
hámarka arðsemi miðað við þá framleiðsluþætti sem nýttir em í starfíð. Nokkrir
þættir gera fyrirtækjum erfitt um vik að skila hagnaði og má þar m.a. nefna stutt
starfstímabil, mikla starfsmannaveltu og háan fastan kostnað, t.d í þeim tilfellum sem
fyrirtækin eiga sjálf mörg hross.
261