Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 267
samfélög okkar sem óneitanlega breytast með vaxandi umsvifum í ferðaþjónustu. Sjálfbær
þróun tekur þannig yfír vistfræðilega þætti, sem og efnahagslega og félagslega þætti.
Ferðaþjónustubændur eru á margan hátt að stunda umhverfisvæna ferðaþjónustu.
Ferðaþjónustubæir eru oft litlar rekstareiningar í eigu sjálfra bændanna og stór hluti þeirrar
ffamlegðar sem verður til situr eftir heima í héraði en fer ekki til ijarlægra fjármagnseigenda. Sá
aðili sem á og rekur lítið og hagkvæmt fyrirtæki er því líklegur til að bera hag síns nánasta
umhverfis fyrir bijósti.
Félag ferðaþjónustubænda samþykkti á aðalfundi sínum árið 2002 að félagar tæku tillit
til umhverfismála í sínum rekstri. Stefht er að því að sem flestir setji sér umhverfisstefhu og
hefur verið ákveðið að fara í samstarf við alþjóðlegu umhverfis- og vottunarsamtökin Green
Globe 21 um að votta starfsemi ferðaþjónustubænda. Fláskólinn á Hólum er formlegur
vottunaraðili Green Globe 21 á Islandi.
Mikil tækifæri eru í að þróa umhverfisvæna ferðaþjónustu. Ekki bara til góðs fyrir
umhverfið heldur verður til beinn viðskiptalegur ábati af slíku. Sá rekstaraðili sem setur sér
umhverfisstefnu og leitar eftir vottun þriðja aðila eflir þannig ímynd síns fyrirtækis og yfirleitt
verða umhverfisvænir starfshættir til þess að töluverður spamaður næst í rekstri.
Afþreying í ferðaþjónustu
Til afþreyingar í ferðaþjónustu má telja þær athafnir sem ferðamenn taka sér fyrir hendur
á milli þess sem þeir ferðast á milli áfangastaða, sofa, matast eða kaupa minjagripi. Ekki verður
reynt hér að meta efnahagsleg áhrif afþreyingar en rökrétt er að álykta að þau landsvæði eða
einstök ferðaþjónustufyrirtæki sem vanda til sölu afþreyingar komi best út í samkeppninni um
viðskiptin. Svo má einnig leiða rökum að því að samvinna afþreyingarfyrirtækja skili meiri
árangri en samkeppni.
Sem dæmi um afþreyingu hjá ferðaþjónustubændum eru: hestaleigur og hestaferðir,
merktar gönguleiðir og leiðsögn, stangveiði, golf, jöklaferðir, snjósleðaferðir, hellaskoðun,
fjórhjólaferðir, fljótasiglingar, sjókajakar, hvalaskoðun, fuglaskoðun og jeppaferðir.
Tækifærin liggja í vel skipulagri afþreyingu og að koma með eitthvað sem veitir sérstöðu
nmfram aðra. Þama skiptir ekki aðeins tegund afþreyingar máli, heldur í hvemig umhverfi hún
er boðin.
Að lokum
Hér hefur stuttlega verið farið í hvaða tækifæri leynast í ferðaþjónustu til sveita. Ekki er
hægt að gera viðfangsefhinu algjörlega skil en tækifærin em þeirra sem finna þau og gripa. Ný
tækifæri er hvarvetna og sóknarfærin mörg. Svo má ekki gleyma öllum gömlu tækifæmnum,
það má nota þau aftur og aftur.
Marteinn Njálsson - Félag ferðaþjónustubænda - ffb@sveit.is
265